Með kirkjugarð úr öskunni í eldinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Þórsteinn segir að spár um endingu grafarsvæða bendi eindregið til þess að Kirkjugarðar Reykjavíkur þurfi strax að fá land undir stóran kistukirkjugarð. fréttablaðið/vilhelm Nauðsynlegt er að hefjast handa við gerð nýs kistukirkjugarðs í ár. Þetta kemur fram í bréfi sem Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, sendi umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þann 3. desember. Í bréfinu segir Þórsteinn að árið 2003 hafi kirkjugarðarnir fengið úthlutað 22 hektara landi undir kistukirkjugarð á uppfyllingu suðvestan við Úlfarsfell. Eftir efnahagshrunið 2008 hafi þótt ljóst að næsti kirkjugarður yrði ekki á uppfyllingu við Úlfarsfell heldur þar sem hentugur jarðvegur er til staðar að mestu leyti. Hafi í því sambandi verið bent á Geldinganesið. Kirkjugarðarnir hafi því sótt um lóð þar líka. Þórsteinn segir að kirkjugarðarnir hafi fengið vilyrði fyrir kirkjugarðastæði í Geldinganesi en um leið, og án vitneskju ráðamanna kirkjugarðanna, hafi landið við Úlfarsfell verið tekið af skipulagi sem kirkjugarður. „Í ljós hefur komið síðustu misseri að lítil sem engin skipulagsvinna er komin af stað í Geldinganesi og enn síður að búið sé að ákveða hvar kirkjugarður eigi að vera þar og hvernig eigi að tengja hann við umheiminn. Það er því eins og að fara úr öskunni í eldinn að fá úthlutað landi á óskipulögðu svæði. Þetta reyndust ekki góð skipti,“ segir hann. Þórsteinn sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 um jólin að hann hefði ítrekað, en án árangurs, reynt að fá svör frá Reykjavíkurborg varðandi framhaldið. Hann hefur svo verið boðaður á fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á morgun. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að kirkjugarðurinn sé samkvæmt gildandi aðalskipulagi í Geldinganesi og langeinfaldast væri að láta það standa. Það sé svolítið mál að breyta aðalskipulagi. „Þótt það myndi ekki krefjast neinnar allsherjarendurskoðunar þá væru reitir sem þyrfti að endurskipuleggja. Það þurfa að vera góð rök til að breyta því og það getur vel verið að þau rök séu fyrir hendi. En við þurfum bara að fá það fram,“ segir hann. Hjálmar segir að umhverfis- og skipulagsráð muni gefa sér smá tíma til að fara yfir rökin með eða á móti hvorri staðsetningunni. „Við ætlum meðal annars að fá á fundinum á miðvikudaginn yfirlit frá umhverfissviði yfir verðmæti lands sem færi undir kirkjugarð, annars vegar í Geldinganesi eða við Úlfarsfellið,“ segir Hjálmar. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Nauðsynlegt er að hefjast handa við gerð nýs kistukirkjugarðs í ár. Þetta kemur fram í bréfi sem Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, sendi umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þann 3. desember. Í bréfinu segir Þórsteinn að árið 2003 hafi kirkjugarðarnir fengið úthlutað 22 hektara landi undir kistukirkjugarð á uppfyllingu suðvestan við Úlfarsfell. Eftir efnahagshrunið 2008 hafi þótt ljóst að næsti kirkjugarður yrði ekki á uppfyllingu við Úlfarsfell heldur þar sem hentugur jarðvegur er til staðar að mestu leyti. Hafi í því sambandi verið bent á Geldinganesið. Kirkjugarðarnir hafi því sótt um lóð þar líka. Þórsteinn segir að kirkjugarðarnir hafi fengið vilyrði fyrir kirkjugarðastæði í Geldinganesi en um leið, og án vitneskju ráðamanna kirkjugarðanna, hafi landið við Úlfarsfell verið tekið af skipulagi sem kirkjugarður. „Í ljós hefur komið síðustu misseri að lítil sem engin skipulagsvinna er komin af stað í Geldinganesi og enn síður að búið sé að ákveða hvar kirkjugarður eigi að vera þar og hvernig eigi að tengja hann við umheiminn. Það er því eins og að fara úr öskunni í eldinn að fá úthlutað landi á óskipulögðu svæði. Þetta reyndust ekki góð skipti,“ segir hann. Þórsteinn sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 um jólin að hann hefði ítrekað, en án árangurs, reynt að fá svör frá Reykjavíkurborg varðandi framhaldið. Hann hefur svo verið boðaður á fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á morgun. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að kirkjugarðurinn sé samkvæmt gildandi aðalskipulagi í Geldinganesi og langeinfaldast væri að láta það standa. Það sé svolítið mál að breyta aðalskipulagi. „Þótt það myndi ekki krefjast neinnar allsherjarendurskoðunar þá væru reitir sem þyrfti að endurskipuleggja. Það þurfa að vera góð rök til að breyta því og það getur vel verið að þau rök séu fyrir hendi. En við þurfum bara að fá það fram,“ segir hann. Hjálmar segir að umhverfis- og skipulagsráð muni gefa sér smá tíma til að fara yfir rökin með eða á móti hvorri staðsetningunni. „Við ætlum meðal annars að fá á fundinum á miðvikudaginn yfirlit frá umhverfissviði yfir verðmæti lands sem færi undir kirkjugarð, annars vegar í Geldinganesi eða við Úlfarsfellið,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira