Mestu máli skiptir að allir fái endurhæfingu við hæfi Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Öryrkjabandalagið og Samtök atvinnulífsins eru sammála um mikilvægi þess að fólki, sem vegna örorku hrekst út af vinnumarkaði, standi til boða starfsendurhæfing við hæfi. Fréttablaðið/Vilhelm Árlegur kostnaður ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar er áætlaður 55 milljarðar króna á þessu ári og hefur tvöfaldast á föstu verðlagi á undanförnum fimmtán árum.Þorsteinn VíglundssonÞetta kemur fram í samantekt Samtaka atvinnulífsins, en á kynningarfundi í síðustu viku varaði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, við því að héldi fram sem horfði yrði erfitt að manna hér ný störf innan fárra ára og það myndi hamla hagvexti. Hér sé hlutfall fólks sem horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku með því hæsta sem þekkist og ljóst að til mikils að er vinna og þjóðhagslegur sparnaður í því fólginn að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Þar skipti tími og úrræði máli því eftir því sem einstaklingar hafi verið lengur utan vinnumarkaðar sé erfiðara að hjálpa þeim inn á hann aftur. „En þrátt fyrir að örorkubyrðin sé svo mikil ver ríkissjóður nánast engum fjármunum til starfsendurhæfingar,“ segir Þorsteinn og bendir á að hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda á vinnualdri (18 til 66 ára) hafi hækkað ört og sé nú komið í tæp níu prósent. „Sem er allt of hátt hlutfall.“Ellen CalmonEllen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), tekur undir með SA um að ónógu fjármagni sé varið til starfsendurhæfingar. „Þá höfum við líka bent á að núna er í mesta lagi hægt að fá 36 mánuði greidda í endurhæfingarlífeyri,“ segir hún. Úrræði sem henti einum dugi mögulega ekki öðrum og því sé mikilvægt að úrræðin séu fjölbreytt. Mikilvægt sé að mál hvers og eins sé skoðað. Mestu máli segir Ellen skipta að allir fái endurhæfingu við hæfi og að ekki sé bið eftir endurhæfingu þegar fólk er tilbúið til að hefja hana. Dæmi séu um að fólk sem koma hefði mátt aftur á vinnumarkað með úrræðum við hæfi hafi í staðinn fengið mat um örorku. Um leið segir Ellen mikilvægt að til staðar séu margs konar endurhæfingarúrræði. „Virk starfsendurhæfingarsjóður er mikilvæg stoð, en einnig má horfa til annarra leiða.“ ÖBÍ vill gjarnan líta til þess að Vinnumálastofnun geti einnig haft ríkara hlutverki að gegna þegar kemur að starfsendurhæfingu. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Árlegur kostnaður ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar er áætlaður 55 milljarðar króna á þessu ári og hefur tvöfaldast á föstu verðlagi á undanförnum fimmtán árum.Þorsteinn VíglundssonÞetta kemur fram í samantekt Samtaka atvinnulífsins, en á kynningarfundi í síðustu viku varaði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, við því að héldi fram sem horfði yrði erfitt að manna hér ný störf innan fárra ára og það myndi hamla hagvexti. Hér sé hlutfall fólks sem horfið hafi af vinnumarkaði vegna örorku með því hæsta sem þekkist og ljóst að til mikils að er vinna og þjóðhagslegur sparnaður í því fólginn að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Þar skipti tími og úrræði máli því eftir því sem einstaklingar hafi verið lengur utan vinnumarkaðar sé erfiðara að hjálpa þeim inn á hann aftur. „En þrátt fyrir að örorkubyrðin sé svo mikil ver ríkissjóður nánast engum fjármunum til starfsendurhæfingar,“ segir Þorsteinn og bendir á að hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda á vinnualdri (18 til 66 ára) hafi hækkað ört og sé nú komið í tæp níu prósent. „Sem er allt of hátt hlutfall.“Ellen CalmonEllen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), tekur undir með SA um að ónógu fjármagni sé varið til starfsendurhæfingar. „Þá höfum við líka bent á að núna er í mesta lagi hægt að fá 36 mánuði greidda í endurhæfingarlífeyri,“ segir hún. Úrræði sem henti einum dugi mögulega ekki öðrum og því sé mikilvægt að úrræðin séu fjölbreytt. Mikilvægt sé að mál hvers og eins sé skoðað. Mestu máli segir Ellen skipta að allir fái endurhæfingu við hæfi og að ekki sé bið eftir endurhæfingu þegar fólk er tilbúið til að hefja hana. Dæmi séu um að fólk sem koma hefði mátt aftur á vinnumarkað með úrræðum við hæfi hafi í staðinn fengið mat um örorku. Um leið segir Ellen mikilvægt að til staðar séu margs konar endurhæfingarúrræði. „Virk starfsendurhæfingarsjóður er mikilvæg stoð, en einnig má horfa til annarra leiða.“ ÖBÍ vill gjarnan líta til þess að Vinnumálastofnun geti einnig haft ríkara hlutverki að gegna þegar kemur að starfsendurhæfingu.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira