Innlent

Verðkönnun ekki framkvæmd

Sveinn Arnarsson skrifar
Verðkönnun var ekki gerð áður en samningur var undirritaður við tvö einkahlutafélög.
Verðkönnun var ekki gerð áður en samningur var undirritaður við tvö einkahlutafélög. Fréttablaðið/Vilhelm
Ekki var gerð verðkönnun á þjónustu áður en Sjúkratryggingar Íslands gerðu samning við tvö fyrirtæki um viðgerðarþjónustu vegna göngugrinda og handknúinna hjólastóla. Samningurinn gildir frá fyrsta janúar síðastliðnum.

Samkvæmt reglum hins opinbera á að gera verðkönnun á markaði vegna þjónustu sem keypt er til að tryggja að sem best verð fáist fyrir þjónustukaup og að allir aðilar á markaði sem sinna þjónustunni geti gefið sig fram.

Unnur Jónsdóttir hjá Sjúkratryggingum segir að samningar hafi verið gerðir við fyrirtækið vegna góðrar fyrri reynslu af samvinnu við þau.

Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafasviðs Ríkiskaupa, segir verðkönnun á markaði vera mikilvægan hlut til að ná sem bestu verði fyrir þjónustu. „Hvað okkur varðar hjá Ríkiskaupum þá er það grundvallaratriði að kalla eftir verðum og áhugasömum einstaklingum á markaði og afar sjaldgæft að við snúum okkur til lokaðs hóps.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×