Strákarnir svöruðu fyrir sig í Höllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 07:45 Sigurbergur Sveinsson fær að finna fyrir því í sóknarleiknum, en hann stóð sig vel í gær og var markahæstur ásamt Alexander með 5 mörk. vísir/Ernir „Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
„Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45
Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15
Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00