Handbolti

Aron eykur við sig á æfingu á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron hefur ekki verið með íslenska liðinu í undanförnum leikjum.
Aron hefur ekki verið með íslenska liðinu í undanförnum leikjum. vísir/stefán
Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni þar sem að hann er að jafna sig á líkamsárás sem átti sér stað fyrir rúmri viku síðan.

Aron kinnbeinsbrotnaði og hlaut skurð við augabrún. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigur Íslands á Þýskalandi í kvöld að nafni sinn hefði getað tekið einhvern þátt í æfingum undanfarna daga.

„Hann hefur verið með okkur í „interval“-hlaupum og lyftingum. Hann hefur svo verið að skjóta aðeins í síðustu tveimur æfingum okkar í sal,“ segir Aron.

„Á morgun tekur hann svo næsta skref og fer vonandi meira í líkamlegar snertingar. Við sjáum svo hvað kemur út úr því en við tökum bara einn dag fyrir í einu hvað þetta varðar.“

Landsliðið fer til Svíþjóðar á fimmtudag og spilar þrjá æfingaleiki um helgina. Vonir standa til að Aron geti farið með landsliðinu út og tekið jafnvel einhvern þátt í leikjunum.


Tengdar fréttir

Alexander: Ég varð reiður í dag

"Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld.

Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld

"Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld.

Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri

"Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins.

Aron: Greinilegar framfarir

Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×