Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir Birgir Olgeirsson- skrifar 11. desember 2015 16:18 Séð inn Dýrafjörð frá Þingeyri en 20 möstur gáfu sig þar í óveðrinu. Vísir Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari. Veður Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari.
Veður Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira