Lágt iðgjald tryggir góðan lífeyri Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:30 Þeir sem eru 35 ára og yngri geta búist við að fá allt að einum þriðja meiri lífeyri en þeir sem hafa nýlega hafið töku lífeyris, samkvæmt nýrri samanburðarskýrslu OECD. Íslenska lífeyriskerfið er með þeim betri í aðildarríkjum stofnunarinnar þótt iðgjöld hér séu mun lægri en í mörgum öðrum ríkjum. Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða tóku þátt í gerð fyrstu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á vettvangi Efnhags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á lífeyriskerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Í dag var kynnt skýrsla með greiningu á íslenska kerfinu þar sem það er borið saman við kerfið hjá sex öðrum ríkjum. Stéphanie Preyet sérfræðingur OECD í lífeyrismálum segir íslenska lífeyriskerfið vera í hæsta gæðaflokki. „Rannsóknin leiðir margt í ljós. Meðal annars að íslenskir lífeyrisþegar geta búist við að fá um 100 % af meðaltekjum starfsævinnar í lífeyri. Þetta þýðir að fólk fær að sömu laun út ævina og það hafði að meðaltali á vinnumarkaðnum,“ segir Preyet. Og er þá miðað við greiðslur úr lífeyrissjóðum, frá almannatryggingum og með séreignarsparnaði. Hins vegar fer kerfið ekki að fullu að virka fyrr en fólk sem nú er 35 ára og yngra nær lífeyrisaldri, sem þá hefur greitt í kerfið eins og það var útfært árið 1998 í 44 ár. Það fólk mun fá um 1/3 hærri lífeyri en fólk sem hóf lífeyristöku árið 2012. Peyet segir einnig athyglivert að iðgjöld hér séu með því lægra sem þekkist, eða 12 prósent, en samt tryggi það betri lífeyrisgreiðslur en flest önnur lífeyriskerfi. Í öðrum ríkjum sé iðgjaldið oft á bilinu 20 til 30 prósent en hluti af því renni til ríkissjóðs landanna. „Almennt séð er Ísland því einum efstu sætum lífeyriskerfa OECD ásamt Frökkum og Bretum. En Bandaríkin, jafnvel Noregur og Holland sem eru nágrannar ykkur, tryggja sínum lífeyrisþegum ekki eins góð kjör þegar kemur til lífeyrisgreiðslna,“ segir Peyet. Þetta sé mjög athygliverð og jákvæð niðurstaða fyrir Ísland. Sérstaklega þegar haft sé í huga að iðgjaldið hér sé lágt, eða 12 prósent. En víða í Evrópu sé iðgjaldið allt upp í 35 prósent. Hér sé almannatryggingakerfið fjármagnað með skatttekjum en víða sé almannatryggingakerfið fjármagnað með hluta skyldu iðgjöldum fólks. Þrátt fyrir þetta eru stórir hópar í samfélaginu, eins og fyrsta kynslóð innflytjenda, sem ekki ná markmiðum um að fá 56 prósent af meðaltekjum sínum í lífeyri frá lífeyrissjóðum, m.a. vegna þess að ár vantar inn í greiðslur, en þá jafnar almannatryggingakerfið það upp.En er þá verið að jafna fólki niðri við fátæktarmörkin; er þetta nægjanlegur lífeyrir sem þessi stóri hópur er að fá? „Já það sýnir sig að þetta er nægjanlegur lífeyrir miðað við fátæktarmörk. Það er alveg ljóst. Þetta er bara eðli kerfisins hérna að það eru ákveðnir hópar sem eiga erfitt með þetta. Eins og þeir elstu. Þeir koma inn í lífeyriskerfið þegar það var ekki fullmótað og greiddu ekki af heildarlaunum á þeim tíma þegar kerfið var í uppbyggingu,“ segir Björn. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þeir sem eru 35 ára og yngri geta búist við að fá allt að einum þriðja meiri lífeyri en þeir sem hafa nýlega hafið töku lífeyris, samkvæmt nýrri samanburðarskýrslu OECD. Íslenska lífeyriskerfið er með þeim betri í aðildarríkjum stofnunarinnar þótt iðgjöld hér séu mun lægri en í mörgum öðrum ríkjum. Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða tóku þátt í gerð fyrstu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á vettvangi Efnhags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á lífeyriskerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Í dag var kynnt skýrsla með greiningu á íslenska kerfinu þar sem það er borið saman við kerfið hjá sex öðrum ríkjum. Stéphanie Preyet sérfræðingur OECD í lífeyrismálum segir íslenska lífeyriskerfið vera í hæsta gæðaflokki. „Rannsóknin leiðir margt í ljós. Meðal annars að íslenskir lífeyrisþegar geta búist við að fá um 100 % af meðaltekjum starfsævinnar í lífeyri. Þetta þýðir að fólk fær að sömu laun út ævina og það hafði að meðaltali á vinnumarkaðnum,“ segir Preyet. Og er þá miðað við greiðslur úr lífeyrissjóðum, frá almannatryggingum og með séreignarsparnaði. Hins vegar fer kerfið ekki að fullu að virka fyrr en fólk sem nú er 35 ára og yngra nær lífeyrisaldri, sem þá hefur greitt í kerfið eins og það var útfært árið 1998 í 44 ár. Það fólk mun fá um 1/3 hærri lífeyri en fólk sem hóf lífeyristöku árið 2012. Peyet segir einnig athyglivert að iðgjöld hér séu með því lægra sem þekkist, eða 12 prósent, en samt tryggi það betri lífeyrisgreiðslur en flest önnur lífeyriskerfi. Í öðrum ríkjum sé iðgjaldið oft á bilinu 20 til 30 prósent en hluti af því renni til ríkissjóðs landanna. „Almennt séð er Ísland því einum efstu sætum lífeyriskerfa OECD ásamt Frökkum og Bretum. En Bandaríkin, jafnvel Noregur og Holland sem eru nágrannar ykkur, tryggja sínum lífeyrisþegum ekki eins góð kjör þegar kemur til lífeyrisgreiðslna,“ segir Peyet. Þetta sé mjög athygliverð og jákvæð niðurstaða fyrir Ísland. Sérstaklega þegar haft sé í huga að iðgjaldið hér sé lágt, eða 12 prósent. En víða í Evrópu sé iðgjaldið allt upp í 35 prósent. Hér sé almannatryggingakerfið fjármagnað með skatttekjum en víða sé almannatryggingakerfið fjármagnað með hluta skyldu iðgjöldum fólks. Þrátt fyrir þetta eru stórir hópar í samfélaginu, eins og fyrsta kynslóð innflytjenda, sem ekki ná markmiðum um að fá 56 prósent af meðaltekjum sínum í lífeyri frá lífeyrissjóðum, m.a. vegna þess að ár vantar inn í greiðslur, en þá jafnar almannatryggingakerfið það upp.En er þá verið að jafna fólki niðri við fátæktarmörkin; er þetta nægjanlegur lífeyrir sem þessi stóri hópur er að fá? „Já það sýnir sig að þetta er nægjanlegur lífeyrir miðað við fátæktarmörk. Það er alveg ljóst. Þetta er bara eðli kerfisins hérna að það eru ákveðnir hópar sem eiga erfitt með þetta. Eins og þeir elstu. Þeir koma inn í lífeyriskerfið þegar það var ekki fullmótað og greiddu ekki af heildarlaunum á þeim tíma þegar kerfið var í uppbyggingu,“ segir Björn.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira