Enski boltinn

Wenger og Giroud bestir í mars

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger gat verið nokkuð glaður í mars.
Wenger gat verið nokkuð glaður í mars. vísir/getty
Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal vann alla leiki sína í deildinni í mars. Þeir unnu Everton, QPR, West Ham og Newcastle, en voru þó slegnir út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Giroud fór á kostum í mánuðinum, en hann skoraði sex mörk í öllum keppnum - mark að meðaltali á 78 mínútna fresti úr sautján skotum.

„Ég er í góðu formi og það er alltaf gaman að vinna bikara. Þetta verður flott í herberginu," sagði Giroud, sem kom í veg fyrir að Harry Kane, framherji Tottenham, yrði sá fyrsti til að vinna leikmaður mánaðarins þrjá mánuði í röð.

„Það var gott að koma til baka eftir Meistaradeildina og skora. Ég kom til baka sterkari. Ég varð að skora strax eftir Mónakó leikinn til að halda sjálfstraustina og til þess að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum í deildinni."

Wenger var einnig ángæður með verðlaunin, en sagði að liðið þyrfti að halda áfram á þessari braut sem það er núna.

„Einbeitingin er á næsta leik, en þetta minnir þig á það að þú hefur gert vel í síðasta mánuði. Einbeitingin verður þó að vera á næsta leik," sagði Wenger, sem var ekki að vinna verðlauninn í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×