Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton á síðustu leiktíð.
Jóhann Berg í leik með Charlton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var tekinn af velli í uppbótartíma þegar Charlton gerði 1-1 jafntefli við Derby í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Anthony Watt kom Charlton yfir á 48. mínútu leiksins eftir undirbúning Simon Makienok.

Tuttugu mínútum síðar jafnaði Chris Martin og þannig urðu lokatölur, en Jóhann Berg var tekinn af velli í uppbótartíma.

Charlton er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en Derby er með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×