Enski boltinn

Draumamark Coutinho í mikilvægum sigri Liverpool | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho fagnar mögnuðu marki sínu.
Coutinho fagnar mögnuðu marki sínu. vísir/getty
Liverpool gerði góða ferð á Suðurströndina og vann 0-2 sigur á Southampton á útivelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Leikurinn byrjaði með miklum látum en strax á 3. mínútu kom Philippe Coutinho Liverpool yfir með stórkostlegu marki - þrumuskoti í slá og inn.

Annars var Southampton heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en skotið hjá Coutinho var eina skot Liverpool í fyrri hálfleik.

Kevin Friend, dómari leiksins, var í sviðsljósinu í dag en hann hefði auðveldlega getað dæmt 3-4 vítaspyrnur í fyrri hálfleik.

Liverpool hafði betri stjórn á leiknum í seinni hálfleik og á 73. mínútu bætti Raheem Sterling öðru marki við eftir góðan undirbúning varamannsins Albertos Moreno.

Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fagnaði sínum fimmta sigri í síðustu sex deildarleikjum. Lærisveinar Brendans Rodgers sitja í 6. sæti með 45 stig, aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Southampton er í 5. sæti með 46 stig, einu stigi meira en Liverpool.

Philippe Coutinho kemur Liverpool yfir með mögnuðu marki: Raheem Sterling kláraði leikinn með öðru marki Liverpool:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×