Fótbolti

Ólafur Ingi sá rautt í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Þór og lærisveinar hans eru í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Arnar Þór og lærisveinar hans eru í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. facebook-síða cercle brugge
Cercle Brugge og Zulte-Waregem skildu jöfn, 2-2, í Íslendingaslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Leikmenn Zulte voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 að honum loknum. Jesper Jørgensen og Onur Kaya skoruðu en mörkin Zulte varð fyrir áfalli á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Alessandro Cordaro var rekinn af velli.

Einum fleiri náðu lærisveinar Arnars Þór Viðarssonar að snúa dæminu sér í vil. Junior Kabananga minnkaði muninn á 72. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Richard Sukuta-Pasu metin úr vítaspyrnu.

Eitt rautt spjald til viðbótar fór á loft áður en yfir lauk en það fékk Ólafur Ingi Skúlason á 81. mínútu. Zulte lauk því leik með aðeins níu leikmenn inni á vellinum.

Stigið var kærkomið fyrir Arnar og félaga sem höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í gær. Cercle situr í 14. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.

Zulte er hins vegar í 10. sæti með 31 stig en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 17. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×