Lífið

Ísland got Talent: Söngkonan frá Snæfellsnesi valin besta augnablikið

Bjarki Ármannsson skrifar
Frammistaða hinnar 21 árs Öldu Dísar Arnarsdóttur frá Hellisandi á Snæfellsnesi var valið besta augnablikið úr sjötta þætti.
Frammistaða hinnar 21 árs Öldu Dísar Arnarsdóttur frá Hellisandi á Snæfellsnesi var valið besta augnablikið úr sjötta þætti. Vísir/Andri Marinó
Frammistaða hinnar 21 árs Öldu Dísar Arnarsdóttur frá Hellisandi á Snæfellsnesi var valið besta augnablikið úr síðasta þætti Ísland Got Talent. Alda sýndi frábæra sönghæfileika sína og voru dómararnir aldeilis sáttir með frammistöðu hennar.

Jón Ragnar Jónsson komst svo að orði að ef hann væri á brimbretti,  myndi hann óska þess að Alda Dís væri aldan sem myndi bera hann og hans brimbretti um sæinn. Þá sagði Bubbi Morthens Öldu vera með betri söngvurum sem hann hefði heyrt í lengi.

Upptöku af atriði Öldu má sjá hér fyrir neðan. Nú í kvöld klukkan 19.45 hefst svo sjöundi þáttur, dómaraþátturinn, þar sem upplýst verður um það hvaða keppendur munu etja  kappi í undanúrslitum Ísland got Talent. Undanúrslitin fara fram næstu þrjú sunnudagskvöld í beinni útsendingu frá Talent-höllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×