Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira