Enski boltinn

Ayew á leið til Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Ayew í leik með Marseille.
Andre Ayew í leik með Marseille. Vísir/Getty
Andre Ayew er nálægt því að ganga til liðs við velska liðið Swansea, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Ayew er 25 ára sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá Marseille í Frakklandi. Hann verður samningslaus í sumar og greina enskir fjölmiðlar frá því að hann muni senn gangast undir læknisskoðun.

Talið er að Ayew hafi rætt við nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann verið orðaður við bæði Arsenal og Newcastle.

Swansea missti Wilfried Bony til Manchester City í janúar og yrði Ayew kærkomin viðbót við leikmannahóp Garry Monk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×