Stemning í stúkunni í Sprettshöllinni Telma Tómasson skrifar 19. febrúar 2015 14:30 Áhorfendur fjölmenntu í Sprettshöllina og stemningin var stórfín. Vísir/Valli Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni. Hestar Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira
Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni.
Hestar Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira