Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 09:57 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. vísir/andri marinó Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins. Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. Hann segist dást að styrk hennar en því miður virðist réttarkerfið hannað til þess að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis. Kærasta hans hafi kært nauðgarann, þvert á ráð lögmanns hennar, en engin ákæra var gefin út vegna málsins. Atli segist svo vorkenna manninum jafn mikið og hann dáist að styrk kærustunnar sinnar. Hann vill þó ekki að fólk rugli því saman við samúð því hana fær maðurinn ekki. „Það getur ekki verið auðvelt að vera svona hræðileg manneskja. Hann er nefnilega ekki skrímsli heldur maður sem fer út í búð og skoðar fréttir á netinu eins og við hin. Á hverjum morgni neyðist hann hins vegar til að horfast í augu við sína eigin sorglegu spegilmynd. Verði honum að því og megi hann éta skít. Ég átta mig á þversögninni sem felst í því að svara ofbeldi með meira ofbeldi. Ég er hins vegar ekki vandaðri maður en svo, eða kannski svo kjánalega ástfanginn, að ég get ekki lofað að fara að ráðum lögmanna og láta kyrrt liggja ef ég rekst á hann á förnum vegi. Ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa þetta, þá vil ég hvetja hann til að fara niður á lögreglustöð við Hverfisgötu og kæra þetta sem hótun. Þá myndi réttarkerfið sem verndaði hann svo samviskulega sjá til þess að allir fengju að vita hvaða mann hann hefur að geyma.“ Druslugangan verður gengin í fimmta sinn næstkomandi laugardag. Gangan hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju og þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem verða ræðuhöld og tónleikar í tilefni dagsins.
Tengdar fréttir Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30 Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Hanna drusluvarninginn í ár Þær Gréta Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir hanna varning og plaköt fyrir Druslugönguna í ár. Hægt verður að kaupa húfur og tattú í göngunni sjálfri. 20. júlí 2015 09:30
Kærastan mín, druslan Því miður virðist réttarkerfið hannað til að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisofbeldis. 23. júlí 2015 07:00