Vitni færð í opið úrræði eftir breyttan framburð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2015 07:00 Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, staðfestir að vitni í málinu hafi verið fært á fangelsið að Sogni. Vísir/stefán Hólmgeir Elías Flosason lögmaðurmynd/versus „Það virðist sem framburður hafi gengið kaupum og sölum inni á Litla-Hrauni,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar í sakamáli gegn honum og Berki Birgissyni vegna andláts samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí 2012. Aðalmeðferð málsins fer fram í október næstkomandi, rúmum þremur árum eftir að þeir voru ákærðir. „Ég hef fengið það staðfest að einn fangi hafi verið fluttur í opnara fangelsi eftir að hafa breytt framburði sínum. Ég veit líka að hann var með agabrot og því hefði ekki átt að koma til álita að flytja hann,“ segir Hólmgeir. Í greinargerð ákærða, Annþórs, sem lögð var fram við fyrirtöku málsins þann 7. september síðastliðinn kemur fram að eftir skýrslutökur hjá lögreglu hafi sú umræða vaknað að lögreglan á Selfossi hefði reynt að hafa áhrif á framburð vitna þar sem föngum hefði verið boðin ívilnun fyrir framburð sem lofað væri að yrði undir vitnaleynd. Ívilnanirnar hafi verið í formi loforðs um opnari úrræði í afplánun þeirra fanga sem gáfu framburð. Þá segir að sérstakt þyki að framburður vitnanna hafi tekið breytingum ákæruvaldinu í hag og að það liggi fyrir að hluti þeirra var skömmu síðar fluttur í mildara fangelsi, þrátt fyrir að slíkt hefði ekki átt að koma til skoðunar, svo sem vegna agabrota. „Um hlýtur að vera að ræða óvenju sérstæða tilviljun,“ segir Hólmgeir.Margrét Frímannsdóttirvísír/gva„Það kemur stundum fyrir að fangar beri vitni gegn öðrum fanga í sama fangelsi og þá er reynt að aðskilja þá á meðan af öryggisástæðum ef lögmaður fangans eða fanginn sjálfur óskar eftir því,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni. Fangelsismálastofnun taki svo ákvörðun um tilfærslu fanga. Hún staðfestir að vitni í málinu hafi verið fært á fangelsið að Sogni. Það hafi verið gert á þeirri forsendu að tryggja öryggi hans. „Svo fáum við eðlilega aldrei að vita hvað þeir segja í yfirheyrslu hjá lögreglu.“ Margrét segir að það sé gert í algjörum undantekningartilvikum að fangar sem bera vitni séu færðir í opið úrræði án þess að eiga rétt á því. „Það er þá gert við alveg sérstakar aðstæður, til dæmis vegna öryggis fangans eða plássleysis í öðrum fangelsum,“ segir Margrét og bætir við að aðskilnaður sé oft illmögulegur vegna plássleysis en aðstæður eigi eftir að breytast þegar Fangelsið að Hólmsheiði verði opnað. Tengdar fréttir Segir áverkana ekki tilkomna eftir högg Niðurstöður yfirmatsmanna á atburðarás og áverkum manns sem lést á Litla-Hrauni eru á skjön við niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Réttarmeinafræðingur segir líklegra að áverkar séu tilkomnir eftir endurlífgunartilraunir en ofbeldi. 11. apríl 2015 09:00 Niðurstöður fimm erlendra sérfræðinga á öndverðum meiði við niðurstöður þeirra íslensku Allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni í maí 2012 hafa nú skilað niðurstöðum sínum. 21. júlí 2015 18:10 Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Erlendu sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni hafa allir skilað niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar eru öndverðar niðurstöðum úr fyrri skýrslunum. Annþór harmar ákæruna. 23. júlí 2015 07:00 Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru vistaðir á öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján mánuði vegna gruns um að hafa beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Lögmaður Annþórs segir vistunina ólögmæta. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason lögmaðurmynd/versus „Það virðist sem framburður hafi gengið kaupum og sölum inni á Litla-Hrauni,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar í sakamáli gegn honum og Berki Birgissyni vegna andláts samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí 2012. Aðalmeðferð málsins fer fram í október næstkomandi, rúmum þremur árum eftir að þeir voru ákærðir. „Ég hef fengið það staðfest að einn fangi hafi verið fluttur í opnara fangelsi eftir að hafa breytt framburði sínum. Ég veit líka að hann var með agabrot og því hefði ekki átt að koma til álita að flytja hann,“ segir Hólmgeir. Í greinargerð ákærða, Annþórs, sem lögð var fram við fyrirtöku málsins þann 7. september síðastliðinn kemur fram að eftir skýrslutökur hjá lögreglu hafi sú umræða vaknað að lögreglan á Selfossi hefði reynt að hafa áhrif á framburð vitna þar sem föngum hefði verið boðin ívilnun fyrir framburð sem lofað væri að yrði undir vitnaleynd. Ívilnanirnar hafi verið í formi loforðs um opnari úrræði í afplánun þeirra fanga sem gáfu framburð. Þá segir að sérstakt þyki að framburður vitnanna hafi tekið breytingum ákæruvaldinu í hag og að það liggi fyrir að hluti þeirra var skömmu síðar fluttur í mildara fangelsi, þrátt fyrir að slíkt hefði ekki átt að koma til skoðunar, svo sem vegna agabrota. „Um hlýtur að vera að ræða óvenju sérstæða tilviljun,“ segir Hólmgeir.Margrét Frímannsdóttirvísír/gva„Það kemur stundum fyrir að fangar beri vitni gegn öðrum fanga í sama fangelsi og þá er reynt að aðskilja þá á meðan af öryggisástæðum ef lögmaður fangans eða fanginn sjálfur óskar eftir því,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni. Fangelsismálastofnun taki svo ákvörðun um tilfærslu fanga. Hún staðfestir að vitni í málinu hafi verið fært á fangelsið að Sogni. Það hafi verið gert á þeirri forsendu að tryggja öryggi hans. „Svo fáum við eðlilega aldrei að vita hvað þeir segja í yfirheyrslu hjá lögreglu.“ Margrét segir að það sé gert í algjörum undantekningartilvikum að fangar sem bera vitni séu færðir í opið úrræði án þess að eiga rétt á því. „Það er þá gert við alveg sérstakar aðstæður, til dæmis vegna öryggis fangans eða plássleysis í öðrum fangelsum,“ segir Margrét og bætir við að aðskilnaður sé oft illmögulegur vegna plássleysis en aðstæður eigi eftir að breytast þegar Fangelsið að Hólmsheiði verði opnað.
Tengdar fréttir Segir áverkana ekki tilkomna eftir högg Niðurstöður yfirmatsmanna á atburðarás og áverkum manns sem lést á Litla-Hrauni eru á skjön við niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Réttarmeinafræðingur segir líklegra að áverkar séu tilkomnir eftir endurlífgunartilraunir en ofbeldi. 11. apríl 2015 09:00 Niðurstöður fimm erlendra sérfræðinga á öndverðum meiði við niðurstöður þeirra íslensku Allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni í maí 2012 hafa nú skilað niðurstöðum sínum. 21. júlí 2015 18:10 Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Erlendu sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni hafa allir skilað niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar eru öndverðar niðurstöðum úr fyrri skýrslunum. Annþór harmar ákæruna. 23. júlí 2015 07:00 Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru vistaðir á öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján mánuði vegna gruns um að hafa beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Lögmaður Annþórs segir vistunina ólögmæta. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Segir áverkana ekki tilkomna eftir högg Niðurstöður yfirmatsmanna á atburðarás og áverkum manns sem lést á Litla-Hrauni eru á skjön við niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Réttarmeinafræðingur segir líklegra að áverkar séu tilkomnir eftir endurlífgunartilraunir en ofbeldi. 11. apríl 2015 09:00
Niðurstöður fimm erlendra sérfræðinga á öndverðum meiði við niðurstöður þeirra íslensku Allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni í maí 2012 hafa nú skilað niðurstöðum sínum. 21. júlí 2015 18:10
Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Erlendu sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni hafa allir skilað niðurstöðum sínum. Niðurstöðurnar eru öndverðar niðurstöðum úr fyrri skýrslunum. Annþór harmar ákæruna. 23. júlí 2015 07:00
Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru vistaðir á öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján mánuði vegna gruns um að hafa beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Lögmaður Annþórs segir vistunina ólögmæta. 7. ágúst 2015 07:00