Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:11 Frá söngleik um Latabæ sem sýndur var í fyrra. Vísir/Andri Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“ Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira