Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:11 Frá söngleik um Latabæ sem sýndur var í fyrra. Vísir/Andri Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“ Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira