Leiðsögumaður um Passíusálmana Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2015 11:30 Mörður Árnason íslenskufræðingur er útgefandi og leiðsögumaður í 92. útgáfu Passíusálmanna. Visir/Vilhelm Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“ Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira