Heyskapur fer hægt af stað um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Hjá kúabændum í Skagafirði er nýbúið að slá. Þar var uppspretta lakari en verið hefur síðastliðin ár. Mynd/Þórunn Rögnvaldsdóttir Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“ Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira