David Lynch hættir við að leikstýra nýju Twin Peaks þáttunum Bjarki Ármannsson skrifar 5. apríl 2015 23:51 David Lynch fer sínar eigin leiðir í lífinu. Vísir/Getty Óvíst er nokkuð verði af endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Twin Peaks, eða Tvídrangar, eftir að leikstjórinn David Lynch tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að leikstýra nýju þáttaröðinni.Greint var frá því síðastliðið haust að bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime hygðist framleiða nýja þáttaröð Twin Peaks, sem nutu mikilla vinsælda í byrjun tíunda áratugarins. David Lynch og Mark Frost, hugmyndasmiðir þáttanna, myndu koma að gerð nýju þáttaraðarinnar ásamt mörgum aðalleikara upphaflegu þáttanna. Síðustu daga hafa þó fjölmiðlar vestanhafs haldið á lofti orðrómum um að hætt hefði verið við framleiðslu þáttaraðarinnar. Lynch segir hins vegar á samskiptasíðum sínum nú í kvöld að hann hafi hætt við að koma að verkefninu vegna þess að Showtime hafi ekki boðið nægan pening til að gera þættina eins og Lynch vildi hafa þá. „Um helgina hóf ég að hringja í leikarana til að láta vita að ég kæmi ekki að leikstjórn,“ segir í tilkynningu Lynch. „Tvídrangar lifa mögulega enn góðu lífi hjá Showtime. Ég elska heim Tvídranga og hefði óskað þess að hlutirnir hefðu farið á annan veg.“Dear Facebook Friends, Showtime did not pull the plug on Twin Peaks. After 1 year and 4 months of negotiations, I left...Posted by David Lynch on 5. apríl 2015 Tengdar fréttir MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Twin Peaks snúa aftur Níu nýir þættir sýndir árið 2016 6. október 2014 17:22 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Óvíst er nokkuð verði af endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Twin Peaks, eða Tvídrangar, eftir að leikstjórinn David Lynch tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að leikstýra nýju þáttaröðinni.Greint var frá því síðastliðið haust að bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime hygðist framleiða nýja þáttaröð Twin Peaks, sem nutu mikilla vinsælda í byrjun tíunda áratugarins. David Lynch og Mark Frost, hugmyndasmiðir þáttanna, myndu koma að gerð nýju þáttaraðarinnar ásamt mörgum aðalleikara upphaflegu þáttanna. Síðustu daga hafa þó fjölmiðlar vestanhafs haldið á lofti orðrómum um að hætt hefði verið við framleiðslu þáttaraðarinnar. Lynch segir hins vegar á samskiptasíðum sínum nú í kvöld að hann hafi hætt við að koma að verkefninu vegna þess að Showtime hafi ekki boðið nægan pening til að gera þættina eins og Lynch vildi hafa þá. „Um helgina hóf ég að hringja í leikarana til að láta vita að ég kæmi ekki að leikstjórn,“ segir í tilkynningu Lynch. „Tvídrangar lifa mögulega enn góðu lífi hjá Showtime. Ég elska heim Tvídranga og hefði óskað þess að hlutirnir hefðu farið á annan veg.“Dear Facebook Friends, Showtime did not pull the plug on Twin Peaks. After 1 year and 4 months of negotiations, I left...Posted by David Lynch on 5. apríl 2015
Tengdar fréttir MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Twin Peaks snúa aftur Níu nýir þættir sýndir árið 2016 6. október 2014 17:22 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30