Dreymdi um að verða orustuflugmaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2015 16:00 „Ég lauk við vélina 2007 og skírði hana Blunose eftir uppáhalds Zippókveikjaranum mínum,“ segir Björn. Vísir/Vilhelm Við Björn Thoroddsen, listflugkappi og fyrrverandi flugstjóri, mælum okkur mót í Geirfugli á Reykjavíkurflugvelli. „Geirfugl er bæði flugskóli og flugklúbbur,“ segir Björn en tekur fram að hann sé þar ekki meðlimur. „Þetta er svona okkar samkomustaður sem erum í einkaflugi,“ útskýrir hann. Þarna sitja nokkrir herramenn að spjalli í heimilislegu rými með sófum og kaffikrók, já, og meira að segja hljóðfærahorni, en við Björn tyllum okkur í rólegri sal þar inn af með kaffikrúsir í hönd. Ert þú bara að fara í eitthvert stjörnuviðtal? er kallað á eftir Birni. „Já, af því að ég er að gerast pírati,“ svarar hann kankvís. Björn á um 60 ár að baki í fluginu og þó að hann nálgist áttunda tuginn í aldri er hann enn að fljúga. „Ég fór í loftið síðast í gær. Ég held að fólk megi fljúga meðan læknarnir leyfa og fer í skoðun á sex mánaða fresti en hætti sem atvinnuflugmaður 65 ára, eins og reglur segja til um. Þá fór ég bara að leika mér í listflugi og smíðaði flugvél á ellefu árum, Pitts Monster heitir hún. Var reyndar búinn að smíða aðra áður og sú þriðja er í pípunum. Hann hét Pitts sá sem hannaði þessar vélar og smíðaði upphaflega, það eru 70 ár síðan hann lauk við þá fyrstu. Ég þurfti bara teikningar og efni – spýtu, stál og ál. Fékk plankana frá Ameríku, sérstakan við, þann sama og notaður er í fiðlusmíði. Svo snikkar maður þetta til.“ Fleira á 70 ára afmæli en fyrsta vélin hans Pitts. Björn hélt upp á það í sumar, ásamt nokkrum samherjum, að 70 ár eru síðan fyrsta millilandaflugið var farið frá Íslandi. Þá var flogið á Katalínu-flugbát og lent rétt hjá Glasgow í Skotlandi. „Okkur fannst sjálfsagt að halda upp á þetta. Við ákváðum að fara á flugsýningar bæði í Bretlandi og Frakklandi og bara á heimasmíðuðum eins hreyfils flugvélum, tveimur sem ég smíðaði og þremur eftir Árna Sigurbergsson. Vorum heppin með veður og flugum sjónflug í fylkingu alla leiðina, þétt saman. Það var virkilegur stíll yfir því ferðalagi og við vöktum heldur betur athygli. Ferðin tók hálfan mánuð og þetta er eitt skemmtilegasta flug sem ég hef farið í því úr svona vélum sér maður allt svo greinilega á jörðu niðri, fólk að vinna á ökrum, kastala og kálfa. Þetta sér maður ekki úr háloftunum úr þotum og varla úr bílum heldur því þá byrgja tré sýn.“ Björn flaug að sjálfsögðu sinni mögnuðu listflugvél í þessari ferð. Hún er tvíþekja, níu sílindra og 360 hestöfl. Rosaleg maskína að sögn eigandans. „Það er engin sem slær hana út í Bretlandi – og þó, kannski ein þýsk týpa sem slagar upp í hana.“Varla lærðir þú í flugskólanum að smíða þér farartæki. Hvernig byrja menn á því? „Maður bara les sér til. Það er mesti misskilningur að menn þurfi í skóla til að læra alla hluti. Ameríkanar eru stærstir í að smíða einkaflugvélar en þar er enginn lærður flugvélasmiður.“En listflugið – líka sjálflært? „Ég æfði það sjálfur til að byrja með en svo endaði með að ég fór til kennara í Bandaríkjunum og líka á Krímskaga í Rússlandi. Listflugið er svakalega skemmtilegt, þá fer maður alveg út að ystu mörkum í því hvernig hægt er að fljúga og lærir heilmikið á flug.“Hvenær fékkst þú flugbakteríuna? „Strax á unga aldri. Þegar ég var lítill dreymdi mig um að verða orrustuflugmaður. Ég átti heima í Hafnarfirði og á sunnudögum fór pabbi með okkur krakkana í bíltúr á flugvöllinn. Þá var hægt að keyra út um allt þar, innan um flugvélarnar. Kannski hefur pabbi verið með bakteríuna líka en hann var samt ekkert hrifinn af að ég yrði flugmaður, vildi að ég færi í verkfræðina eins og hann. Ég var nú að spekúlera í að fara í hana líka en af því varð ekki.“Skjaldarmerki listflugvélarinnar „Snákarnir eru fólkið sem vill flugvöllinn í burtu. Stelpan á hestinum er að drepa það. Svo verður alltaf að vera eitthvað á latínu. Þessi áletrun, PER ASPERA AD ASTRA, þýðir Frá þyrnum til stjarnanna,“ útskýrir Björn.Björn kveðst hafa lært flug á Reykjavíkurflugvelli. „Það hafa verið flugskólar á Íslandi frá stríðslokum, góðir skólar. Þegar ég var nýbúinn að ljúka námi var erfitt að fá vinnu svo ég fór til Englands og tók ensk réttindi. Kom svo heim og fékk fljótlega vinnu hjá Loftleiðum í millilandaflugi og var lánaður þaðan til Flugfélagsins í innanlandsflug sumrin 1962 og 1963, á Douglas DC 3. Þá var flogið á miklu fleiri staði en í dag.“ Hann kveðst hafa verið lánsamur á sínum ferli og varla hafa lent í neinu. „Ég komst jú í lífshættu þegar Palestínuskæruliðar reyndu að drepa mig niðri í Dúbaí. Vélin var í fragtflugi fyrir Cargolux og var bara á stæði. Dagfinnur Stefánsson var flugstjóri. Skæruliðarnir ætluðu að ræna flugvél og skutu á okkar vél í staðinn fyrir British Airways-vél sem var fyrir aftan okkur. Þeir drápu einn Pakistana við hliðina á mér og ein bresk flugfreyja fékk skot í magann en lifði af. Vélin var öll í skotgötum. Þetta er í eina skiptið sem mér hefur verið sýnt í tvo heimana í flugi.“Aldrei af völdum náttúrunnar? „Nei, þótt ég sé gamall í hettunni þá voru menn hættir að taka sénsa í fluginu þegar ég byrjaði, eins og gerðist kannski fyrst þegar menn voru kaldari og öll umgjörðin um flugið frumstæðari. Í dag er allt planað. Nú eru það bara tölur sem segja til um hvort fært sé að fljúga eða ekki. Það er engin spurning um þor – til allrar hamingju.“Einhverjar sögur hlýturðu samt að kunna úr bransanum. „Ég flaug landgræðsluvélinni, Páli Sveinssyni, á tímabili. Hún er Douglas DC3, traust vél en dálítið hæg. Ég var nýbúinn að taka á loft á Reykjavíkurflugvelli í svaka fínu veðri með þrjú tonn af lausum áburði þegar annar hreyfillinn missti afl og vélin hætti að klifra. Á stýrinu var takki sem opnaði botninn þannig að hægt var að sleppa öllum farminum. Þegar ég leit niður var ég yfir Alþingishúsinu og þarna þurfti ég að vera fljótur að hugsa. Mér tókst að skríða yfir Hafnarstrætið en um leið og ég kom út á höfnina varð ég að láta farminn gossa. Stundum koma upp aðstæður eins og í fótboltanum, menn verða að taka ákvörðun í hvelli.“Flugmenn verða sem sagt að vera dálitlir töffarar. „Við þykjumst vera það en ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra.“ Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Sjá meira
Við Björn Thoroddsen, listflugkappi og fyrrverandi flugstjóri, mælum okkur mót í Geirfugli á Reykjavíkurflugvelli. „Geirfugl er bæði flugskóli og flugklúbbur,“ segir Björn en tekur fram að hann sé þar ekki meðlimur. „Þetta er svona okkar samkomustaður sem erum í einkaflugi,“ útskýrir hann. Þarna sitja nokkrir herramenn að spjalli í heimilislegu rými með sófum og kaffikrók, já, og meira að segja hljóðfærahorni, en við Björn tyllum okkur í rólegri sal þar inn af með kaffikrúsir í hönd. Ert þú bara að fara í eitthvert stjörnuviðtal? er kallað á eftir Birni. „Já, af því að ég er að gerast pírati,“ svarar hann kankvís. Björn á um 60 ár að baki í fluginu og þó að hann nálgist áttunda tuginn í aldri er hann enn að fljúga. „Ég fór í loftið síðast í gær. Ég held að fólk megi fljúga meðan læknarnir leyfa og fer í skoðun á sex mánaða fresti en hætti sem atvinnuflugmaður 65 ára, eins og reglur segja til um. Þá fór ég bara að leika mér í listflugi og smíðaði flugvél á ellefu árum, Pitts Monster heitir hún. Var reyndar búinn að smíða aðra áður og sú þriðja er í pípunum. Hann hét Pitts sá sem hannaði þessar vélar og smíðaði upphaflega, það eru 70 ár síðan hann lauk við þá fyrstu. Ég þurfti bara teikningar og efni – spýtu, stál og ál. Fékk plankana frá Ameríku, sérstakan við, þann sama og notaður er í fiðlusmíði. Svo snikkar maður þetta til.“ Fleira á 70 ára afmæli en fyrsta vélin hans Pitts. Björn hélt upp á það í sumar, ásamt nokkrum samherjum, að 70 ár eru síðan fyrsta millilandaflugið var farið frá Íslandi. Þá var flogið á Katalínu-flugbát og lent rétt hjá Glasgow í Skotlandi. „Okkur fannst sjálfsagt að halda upp á þetta. Við ákváðum að fara á flugsýningar bæði í Bretlandi og Frakklandi og bara á heimasmíðuðum eins hreyfils flugvélum, tveimur sem ég smíðaði og þremur eftir Árna Sigurbergsson. Vorum heppin með veður og flugum sjónflug í fylkingu alla leiðina, þétt saman. Það var virkilegur stíll yfir því ferðalagi og við vöktum heldur betur athygli. Ferðin tók hálfan mánuð og þetta er eitt skemmtilegasta flug sem ég hef farið í því úr svona vélum sér maður allt svo greinilega á jörðu niðri, fólk að vinna á ökrum, kastala og kálfa. Þetta sér maður ekki úr háloftunum úr þotum og varla úr bílum heldur því þá byrgja tré sýn.“ Björn flaug að sjálfsögðu sinni mögnuðu listflugvél í þessari ferð. Hún er tvíþekja, níu sílindra og 360 hestöfl. Rosaleg maskína að sögn eigandans. „Það er engin sem slær hana út í Bretlandi – og þó, kannski ein þýsk týpa sem slagar upp í hana.“Varla lærðir þú í flugskólanum að smíða þér farartæki. Hvernig byrja menn á því? „Maður bara les sér til. Það er mesti misskilningur að menn þurfi í skóla til að læra alla hluti. Ameríkanar eru stærstir í að smíða einkaflugvélar en þar er enginn lærður flugvélasmiður.“En listflugið – líka sjálflært? „Ég æfði það sjálfur til að byrja með en svo endaði með að ég fór til kennara í Bandaríkjunum og líka á Krímskaga í Rússlandi. Listflugið er svakalega skemmtilegt, þá fer maður alveg út að ystu mörkum í því hvernig hægt er að fljúga og lærir heilmikið á flug.“Hvenær fékkst þú flugbakteríuna? „Strax á unga aldri. Þegar ég var lítill dreymdi mig um að verða orrustuflugmaður. Ég átti heima í Hafnarfirði og á sunnudögum fór pabbi með okkur krakkana í bíltúr á flugvöllinn. Þá var hægt að keyra út um allt þar, innan um flugvélarnar. Kannski hefur pabbi verið með bakteríuna líka en hann var samt ekkert hrifinn af að ég yrði flugmaður, vildi að ég færi í verkfræðina eins og hann. Ég var nú að spekúlera í að fara í hana líka en af því varð ekki.“Skjaldarmerki listflugvélarinnar „Snákarnir eru fólkið sem vill flugvöllinn í burtu. Stelpan á hestinum er að drepa það. Svo verður alltaf að vera eitthvað á latínu. Þessi áletrun, PER ASPERA AD ASTRA, þýðir Frá þyrnum til stjarnanna,“ útskýrir Björn.Björn kveðst hafa lært flug á Reykjavíkurflugvelli. „Það hafa verið flugskólar á Íslandi frá stríðslokum, góðir skólar. Þegar ég var nýbúinn að ljúka námi var erfitt að fá vinnu svo ég fór til Englands og tók ensk réttindi. Kom svo heim og fékk fljótlega vinnu hjá Loftleiðum í millilandaflugi og var lánaður þaðan til Flugfélagsins í innanlandsflug sumrin 1962 og 1963, á Douglas DC 3. Þá var flogið á miklu fleiri staði en í dag.“ Hann kveðst hafa verið lánsamur á sínum ferli og varla hafa lent í neinu. „Ég komst jú í lífshættu þegar Palestínuskæruliðar reyndu að drepa mig niðri í Dúbaí. Vélin var í fragtflugi fyrir Cargolux og var bara á stæði. Dagfinnur Stefánsson var flugstjóri. Skæruliðarnir ætluðu að ræna flugvél og skutu á okkar vél í staðinn fyrir British Airways-vél sem var fyrir aftan okkur. Þeir drápu einn Pakistana við hliðina á mér og ein bresk flugfreyja fékk skot í magann en lifði af. Vélin var öll í skotgötum. Þetta er í eina skiptið sem mér hefur verið sýnt í tvo heimana í flugi.“Aldrei af völdum náttúrunnar? „Nei, þótt ég sé gamall í hettunni þá voru menn hættir að taka sénsa í fluginu þegar ég byrjaði, eins og gerðist kannski fyrst þegar menn voru kaldari og öll umgjörðin um flugið frumstæðari. Í dag er allt planað. Nú eru það bara tölur sem segja til um hvort fært sé að fljúga eða ekki. Það er engin spurning um þor – til allrar hamingju.“Einhverjar sögur hlýturðu samt að kunna úr bransanum. „Ég flaug landgræðsluvélinni, Páli Sveinssyni, á tímabili. Hún er Douglas DC3, traust vél en dálítið hæg. Ég var nýbúinn að taka á loft á Reykjavíkurflugvelli í svaka fínu veðri með þrjú tonn af lausum áburði þegar annar hreyfillinn missti afl og vélin hætti að klifra. Á stýrinu var takki sem opnaði botninn þannig að hægt var að sleppa öllum farminum. Þegar ég leit niður var ég yfir Alþingishúsinu og þarna þurfti ég að vera fljótur að hugsa. Mér tókst að skríða yfir Hafnarstrætið en um leið og ég kom út á höfnina varð ég að láta farminn gossa. Stundum koma upp aðstæður eins og í fótboltanum, menn verða að taka ákvörðun í hvelli.“Flugmenn verða sem sagt að vera dálitlir töffarar. „Við þykjumst vera það en ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra.“
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Sjá meira