Hugljúf útgáfa af Leppalúða
Stefán Árni Pálsson skrifar
Hljómsveitin Ylja hefur gefið út skemmtilega útgáfu af jólalaginu Leppalúði. Um er að ræða mjög jólalega og fallega útgáfu af þessu klassíska lagi.
Upptökur og hljóðblöndun var í höndum Maggi Magg í Duggunni en Laddi samdi lagið á sínum tíma.
Stelpurnar verða síðan með sértaka jólatónleika á Rósenberg þann 11. desember en hér að neðan má heyra lagið.