Þurfa að ferja farþega til Víkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 15:37 Björgunarsveitarfólk hjá Víkverja á vafalítið annasamt kvöld fyrir höndum. Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember. Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira