Hafa þroskast mikið tónlistarlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Hljómsveitina Úlfur Úlfur skipa þeir Arnar Freyr Frostason ogHelgi Sæmundur Guðmundsson. vísir/ernir Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira