Kári fékk rautt og missir af Zlatan í Malmö | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 22:00 Kári Árnason í leiknum í kvöld. Vísir/EPA Þetta var ekki gott kvöld fyrir Kára Árnason og félaga í liði Malmö í Meistaradeildinni en sænska liðið steinlá á útivelli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Kári Árnason fékk dæmt á sig vítaspyrnu á upphafsmínútu seinni hálfleiksins og úr henni kom Darijo Srna heimamönnum í 2-0. Kári fékk gult spjald fyrir brotið og hann fékk síðan annað gult spjald á 90. mínútu og var því rekinn af velli. Kári verður því í leikbanni þegar Malmö tekur á móti Zlatan Ibrahimovic og félögum í Paris Saint-Germain í Malmö í næsta leik. Það eru eflaust gríðarleg vonbrigði fyrir íslenska landsliðsmiðvörðinn að missa af þeim leik en öll Malmö-borg mun fara á hliðina þegar Zlatan Ibrahimovic kemur í heimsókn 25. nóvember næstkomandi. Manchester City og Real Madrid tryggðu sér bæði sæti í sextán liða úrslitum keppninnar eftir sigur í kvöld. Manchester United skoraði sitt fyrsta mark í 404 mínútur og tryggði Manchester United 1-0 sigur á CSKA Moskvu og um leið efsta sætið í riðlinum. Benfica er á toppnum í C-riðli eftir 2-1 heimasigur á Galatasaray en liðið er með fimm stigum meira en Tyrkirnir sem eru í þriðja sætinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Paris Saint-Germain 1-0 1-0 Nacho (35.)Shakhtar Donetsk - Malmö 4-0 1-0 Oleksandr Hladkyi (29.), 2-0 Darijo Srna (48.), 3-0 Eduardo (55.), 4-0 Alex Teixeira (73.)B-riðillManchester United - CSKA Moskva 1-0 1-0 Wayne Rooney (79.)PSV Eindhoven - Wolfsburg 2-0 1-0 Jürgen Locadia (55.), 2-0 Luuk de Jong (85.)C-riðillAstana - Atlético Madrid 0-0Benfica - Galatasaray 2-1 1-0 Jonas (52.), 1-1 Lukas Podolski (58.), 2-1 Luisao (67.)D-riðillSevilla - Manchester City 1-3 0-1 Raheem Sterling (8.), 0-2 Fernandinho (11.), 1-2 Benoit Trémoulinas (25.), 1-3 Wilfried Bony (36.)Borussia Mönchengladbach - Juventus 1-1 1-0 Fabian Johnson (19.), 1-1 Stephan Lichtsteiner (44.).Stig liðanna í þessum riðlum:A-riðill: Real 10, PSG 7, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðill: Man. Utd 7, PSV 6, Wolfsburg 6, CSKA 4.C-riðill: Benfica 9, Atlético Madrid 7, Galatasaray 4, Ast. 2D-riðill: Man. City 9, Juventus 8, Sevilla 3, Borussia Mönchengladbach 2. Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Þetta var ekki gott kvöld fyrir Kára Árnason og félaga í liði Malmö í Meistaradeildinni en sænska liðið steinlá á útivelli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Kári Árnason fékk dæmt á sig vítaspyrnu á upphafsmínútu seinni hálfleiksins og úr henni kom Darijo Srna heimamönnum í 2-0. Kári fékk gult spjald fyrir brotið og hann fékk síðan annað gult spjald á 90. mínútu og var því rekinn af velli. Kári verður því í leikbanni þegar Malmö tekur á móti Zlatan Ibrahimovic og félögum í Paris Saint-Germain í Malmö í næsta leik. Það eru eflaust gríðarleg vonbrigði fyrir íslenska landsliðsmiðvörðinn að missa af þeim leik en öll Malmö-borg mun fara á hliðina þegar Zlatan Ibrahimovic kemur í heimsókn 25. nóvember næstkomandi. Manchester City og Real Madrid tryggðu sér bæði sæti í sextán liða úrslitum keppninnar eftir sigur í kvöld. Manchester United skoraði sitt fyrsta mark í 404 mínútur og tryggði Manchester United 1-0 sigur á CSKA Moskvu og um leið efsta sætið í riðlinum. Benfica er á toppnum í C-riðli eftir 2-1 heimasigur á Galatasaray en liðið er með fimm stigum meira en Tyrkirnir sem eru í þriðja sætinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Paris Saint-Germain 1-0 1-0 Nacho (35.)Shakhtar Donetsk - Malmö 4-0 1-0 Oleksandr Hladkyi (29.), 2-0 Darijo Srna (48.), 3-0 Eduardo (55.), 4-0 Alex Teixeira (73.)B-riðillManchester United - CSKA Moskva 1-0 1-0 Wayne Rooney (79.)PSV Eindhoven - Wolfsburg 2-0 1-0 Jürgen Locadia (55.), 2-0 Luuk de Jong (85.)C-riðillAstana - Atlético Madrid 0-0Benfica - Galatasaray 2-1 1-0 Jonas (52.), 1-1 Lukas Podolski (58.), 2-1 Luisao (67.)D-riðillSevilla - Manchester City 1-3 0-1 Raheem Sterling (8.), 0-2 Fernandinho (11.), 1-2 Benoit Trémoulinas (25.), 1-3 Wilfried Bony (36.)Borussia Mönchengladbach - Juventus 1-1 1-0 Fabian Johnson (19.), 1-1 Stephan Lichtsteiner (44.).Stig liðanna í þessum riðlum:A-riðill: Real 10, PSG 7, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðill: Man. Utd 7, PSV 6, Wolfsburg 6, CSKA 4.C-riðill: Benfica 9, Atlético Madrid 7, Galatasaray 4, Ast. 2D-riðill: Man. City 9, Juventus 8, Sevilla 3, Borussia Mönchengladbach 2.
Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira