Enski boltinn

Wenger: Fórnaði alltaf bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger fórnaði bikarnum oft en hefur þó unnið hann fimm sinnum.
Arsene Wenger fórnaði bikarnum oft en hefur þó unnið hann fimm sinnum. vísir/getty
Arsenal heimsækir Manchester United í kvöld í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta, en Arsenal er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Hull á Wembley í fyrra.

Liðið sem tapar þessum leik vinnur líklega engan titil á tímabilinu, en þau eru ekki nálægt toppbaráttunni í deildinni og þá er Arsenal í vondum málum í Meistaradeildinni.

Sjá einnig: Wenger aldrei unnið van Gaal

„Þetta er stór leikur og mikilvægur fyrir bæði lið. Hann mun hafa áhrif á trúna í báðum liðum upp á framhaldið í deildinni,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.

„Það er mikill karakter í mínu liði. Við byrjuðum leiktíðina ekki nógu vel en maður sá alltaf hvað það kom við menn að tapa stórleikjum.“

„Andlegt ástand leikmanna er gott og þeir verða klárir í slaginn á mánudagskvöldið.“

Wenger viðurkennir að hafa ekki sett fullan kraft í enska bikarinn á undanförnum árum því hann hafi verið að reyna komast lengra í Meistaradeildinni.

„Bikarinn var alltaf spilaður á vondum tíma, of nálægt Meistaradeildinni. Því þurfti maður að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Frakkinn.

„Hverju átti maður að fórna ef maður var með tæpan leikmann? Alltaf fórnaði ég bikarnum á endanum.“

„Stundum fórnaði ég ekki bikarnum og við fengum það í andlitið með meiðslum lykilmanna tveimur til þremur dögum fyrir mikilvægan leik,“ segir Arsene Wenger.

Viðureign Manchester United og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Þetta er eins og úrslitaleikur

Manchester United og Arsenal berjast um sæti í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld en tapliðið vinnur líklega engan titil á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×