Innlent

Hefði verið hægt að komast hjá mistökum með samráði

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Í skýrslu um Ferðaþjónustu fatlaðra eru lagðar fram ýmsar tillögur að úrbótum.
Í skýrslu um Ferðaþjónustu fatlaðra eru lagðar fram ýmsar tillögur að úrbótum. Fréttablaðið/Stefán
Stefán Eiríksson
Margt fór úrskeiðis við undirbúning þess að sameina ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgasvæðinu hjá Strætó bs. Þetta er niðurstaða sérstakrar stjórnar sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðra í febrúar. Nefndin skilaði frá sér skýrslu í gær eftir fjögurra vikna vinnu en Stefán Eiríksson, sviðsstjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, leiddi stjórnina.

„Það er alveg ljóst, eins og segir í skýrslunni, að það var mjög margt sem fór úrskeiðis við undirbúning verkefnisins, bæði hjá sveitarfélögunum og Strætó. Þetta hefði verið hægt að laga að stóru leyti ef samráð við hagsmunasamtökin og notendur hefði verið meira í þessu innleiðingar- og framkvæmdaferli,“ segir Stefán.

Tillögur stjórnarinnar snúa meðal annars að því að ferðir verði í mun meiri mæli skipulagðar með föstum hætti, sveigjanleiki þjónustunnar verði aukinn, sérstakir þjónustufulltrúar verði í þjónustuveri fyrir ferðaþjónustuna og sérhæfing þar aukin. Auk þess er lagt til að hlutlaus úttekt verði gerð á tölvukerfi og símkerfi í þjónustunni og þjálfun bílstjóra aukin.

„Í skýrslunni gerum við tillögur sem snúa að því að það verði gerðar ákveðnar breytingar í framkvæmdinni til þess að koma til móts við þarfir og óskir notendanna og ekki síður sveitarfélaganna sem bera ábyrgð á þessari þjónustu,“ segir Stefán.

Í skýrslunni segir að verkefni sem þetta sé ekki vel til þess fallið að setja í útboð á þann hátt sem gert var.

Einnig leggur stjórnin til að ráðinn verði sérstakur stjórnandi yfir þjónustuna sem beri meðal annars ábyrgð á innleiðingu þeirra breytinga sem lagðar eru til í skýrslunni.

Fjallað er sérstaklega um mál Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur sem gleymdist í margar klukkustundir í bíl ferðaþjónustunnar 4. febrúar. Þar segir að ljóst sé að margt hafi farið úrskeiðis í því tilviki. Bílstjórinn hafi ekki haft mikla reynslu af akstri með fatlað fólk og ekki gætt að því að tryggja að allir farþegar væru farnir úr bílnum.

Auk þess hafi verklag í Hinu húsinu brugðist en þar hafi verið nýir starfsmenn að störfum þar sem þeir sem eru reynslumeiri hafi verið fjarri vegna starfsdags. Einnig er gagnrýnt að forsvarsaðili akstursaðila hafi tjáð sig um málið á opinberum vettvangi og hafi ekki gætt „að þeirri trúnaðarskyldu sem hvílir á aðilum samkvæmt lögum og gildandi samningum“.

Ljóst er að sumar tillagna stjórnarinnar koma ekki til framkvæmda strax en telur Stefán að öryggi farþega ferðaþjónustunnar sé tryggt á meðan?

„Já, ég held að það hafi verið mjög margt gert til þess að laga brýnustu úrlausnarefnin sem snúa að öryggi þjónustunnar og þess vegna eru líkur á því að eitthvað alvarlegt gerist mun minni en áður. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka það í þessu frekar en öðru en allt skipulagið og framkvæmdin miðast að því að ef menn fylgja öllum þeim reglum sem þarna gilda þá eigi ekki að vera frávik,“ segir Stefán.


Tengdar fréttir

Hafa enn engin svör fengið vegna Strætó

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað.

Saka bílstjórann um vítavert gáleysi

Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s.

Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína.

Breyting á akstri bitnar á eldri borgurum

„Þetta bitnar líka á eldri borgurum sem nýta sér þjónustuna, við erum búin að fá mikið af símtölum frá fólki,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um ferðaþjónustu fatlaðra.

Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað?

Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar.

Unnið út í eitt í símaveri Strætó

Vinnudagar starfsfólks í símaveri Strætó eru langir eftir að fyrirtækið tók við rekstri Ferðaþjónustu fatlaðra. Sviðsstjóri segir umræðuna hafa verið ósanngjarna.

Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið

Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó.

Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda

Stuðningsfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera aftur á ferðinni.

Ferðaþjónusta fatlaðra – Rétt skal vera rétt

Svarbréf til Þórhildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Árið 2006 fóru þrír einstaklingar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá Sjálfsbjargarhúsinu niður að Reykjavíkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×