Ferðaþjónusta fatlaðra – Rétt skal vera rétt Andri Valgeirsson og Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Svarbréf til Þórhildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Árið 2006 fóru þrír einstaklingar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá Sjálfsbjargarhúsinu niður að Reykjavíkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og það komu því þrír bílar hver frá sínu sveitarfélaginu að sækja þá. Eftir þetta skrautlega atvik bentum við í Sjálfsbjörg sveitarfélögunum á þetta og vorum ávallt tilbúin að vinna að úrlausn að bættri þjónustu. Aldrei fórum við fram á að þjónustan yrði boðin út! Í framhaldi af þessari ábendingu var stofnaður starfshópur á vegum SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) sem skilaði af sér skýrslu þann 19. ágúst 2011 þar sem lögð var til samvinna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim hópi sat hvorki fulltrúi frá Sjálfsbjörg né fulltrúi frá öðrum hagsmunafélögum. Annar vinnuhópur var skipaður af SSH sem hélt áfram þessari vinnu frá 1. mars 2012 og enn var ekkert samráð haft við Sjálfsbjörg né önnur hagsmunafélög. Eftir að starfs- og vinnuhópar SSH luku sinni vinnu var haft samband við verkfræðistofuna Verkís um að kanna hagkvæmni þess að bjóða ferðaþjónustuna út. Verkís skilaði af sér skýrslu um málið þann 23. maí 2012. Þar lagði Verkís til að samdar yrðu sameiginlegar reglur um þjónustuna fyrir allt höfuðborgarsvæðið á grundvelli laga um málefni fatlaðra og leiðbeininga frá velferðarráðuneytinu. Ári seinna, eftir fund hagsmunasamtaka og Verkís, var lagt til að farið yrði í forval um aðila sem gætu tekið að sér aksturinn. Eftir þetta var verkefni Verkís lokið og byrjaði Strætó ásamt VSÓ ráðgjöf að semja útboðsgögn til að bjóða þjónustuna út. Þann 20. júní 2013 var rætt um stöðu útboðsmála á fundi velferðarráðs og í framhaldi var eftirfarandi minnisblað sent til Sjálfsbjargar og annarra hagsmunafélaga: „Í minnisblaði fjármálastjóra velferðarsviðs um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnin í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir formlegri umsögn hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir greiningu velferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.“Ekki ásættanlegt Í kjölfarið sendum við hjá Sjálfsbjörg inn umsögn þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á núverandi þjónustu og að notendur yrðu spurðir álits, enda eru það þeir sem hafa reynslu af slíkri þjónustu og vita hvar er hægt að bæta hana. Ekkert var gert með þá umsögn og þjónustukönnun var aldrei gerð. Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að samráð hafi verið haft við notendur og hagsmunafélög þegar ekkert er því til stuðnings. Enn þann dag í dag hefur Reykjavíkurborg ekki sýnt nokkurn áhuga á að vinna með hagsmunafélögunum, þó þess hafi verið óskað bæði af okkur og minnihluta borgarstjórnar. Þetta eru því ekki ásættanleg vinnubrögð sem hafa verið stunduð í þessu máli. Við skorum því á borgarstjórn og velferðarráð að stofna samráðshóp með fulltrúum allra hagsmunafélaga, kjörnum fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni ásamt starfsmönnum viðkomandi ráða, fulltrúa frá Strætó, Hópbílum, minni verktökum og bílstjórum til að reyna að koma þessari þjónustu í rétt horf og halda henni gangandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Svarbréf til Þórhildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Árið 2006 fóru þrír einstaklingar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá Sjálfsbjargarhúsinu niður að Reykjavíkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og það komu því þrír bílar hver frá sínu sveitarfélaginu að sækja þá. Eftir þetta skrautlega atvik bentum við í Sjálfsbjörg sveitarfélögunum á þetta og vorum ávallt tilbúin að vinna að úrlausn að bættri þjónustu. Aldrei fórum við fram á að þjónustan yrði boðin út! Í framhaldi af þessari ábendingu var stofnaður starfshópur á vegum SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) sem skilaði af sér skýrslu þann 19. ágúst 2011 þar sem lögð var til samvinna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim hópi sat hvorki fulltrúi frá Sjálfsbjörg né fulltrúi frá öðrum hagsmunafélögum. Annar vinnuhópur var skipaður af SSH sem hélt áfram þessari vinnu frá 1. mars 2012 og enn var ekkert samráð haft við Sjálfsbjörg né önnur hagsmunafélög. Eftir að starfs- og vinnuhópar SSH luku sinni vinnu var haft samband við verkfræðistofuna Verkís um að kanna hagkvæmni þess að bjóða ferðaþjónustuna út. Verkís skilaði af sér skýrslu um málið þann 23. maí 2012. Þar lagði Verkís til að samdar yrðu sameiginlegar reglur um þjónustuna fyrir allt höfuðborgarsvæðið á grundvelli laga um málefni fatlaðra og leiðbeininga frá velferðarráðuneytinu. Ári seinna, eftir fund hagsmunasamtaka og Verkís, var lagt til að farið yrði í forval um aðila sem gætu tekið að sér aksturinn. Eftir þetta var verkefni Verkís lokið og byrjaði Strætó ásamt VSÓ ráðgjöf að semja útboðsgögn til að bjóða þjónustuna út. Þann 20. júní 2013 var rætt um stöðu útboðsmála á fundi velferðarráðs og í framhaldi var eftirfarandi minnisblað sent til Sjálfsbjargar og annarra hagsmunafélaga: „Í minnisblaði fjármálastjóra velferðarsviðs um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnin í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir formlegri umsögn hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir greiningu velferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.“Ekki ásættanlegt Í kjölfarið sendum við hjá Sjálfsbjörg inn umsögn þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á núverandi þjónustu og að notendur yrðu spurðir álits, enda eru það þeir sem hafa reynslu af slíkri þjónustu og vita hvar er hægt að bæta hana. Ekkert var gert með þá umsögn og þjónustukönnun var aldrei gerð. Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að samráð hafi verið haft við notendur og hagsmunafélög þegar ekkert er því til stuðnings. Enn þann dag í dag hefur Reykjavíkurborg ekki sýnt nokkurn áhuga á að vinna með hagsmunafélögunum, þó þess hafi verið óskað bæði af okkur og minnihluta borgarstjórnar. Þetta eru því ekki ásættanleg vinnubrögð sem hafa verið stunduð í þessu máli. Við skorum því á borgarstjórn og velferðarráð að stofna samráðshóp með fulltrúum allra hagsmunafélaga, kjörnum fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni ásamt starfsmönnum viðkomandi ráða, fulltrúa frá Strætó, Hópbílum, minni verktökum og bílstjórum til að reyna að koma þessari þjónustu í rétt horf og halda henni gangandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun