Ferðaþjónusta fatlaðra – Rétt skal vera rétt Andri Valgeirsson og Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Svarbréf til Þórhildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Árið 2006 fóru þrír einstaklingar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá Sjálfsbjargarhúsinu niður að Reykjavíkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og það komu því þrír bílar hver frá sínu sveitarfélaginu að sækja þá. Eftir þetta skrautlega atvik bentum við í Sjálfsbjörg sveitarfélögunum á þetta og vorum ávallt tilbúin að vinna að úrlausn að bættri þjónustu. Aldrei fórum við fram á að þjónustan yrði boðin út! Í framhaldi af þessari ábendingu var stofnaður starfshópur á vegum SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) sem skilaði af sér skýrslu þann 19. ágúst 2011 þar sem lögð var til samvinna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim hópi sat hvorki fulltrúi frá Sjálfsbjörg né fulltrúi frá öðrum hagsmunafélögum. Annar vinnuhópur var skipaður af SSH sem hélt áfram þessari vinnu frá 1. mars 2012 og enn var ekkert samráð haft við Sjálfsbjörg né önnur hagsmunafélög. Eftir að starfs- og vinnuhópar SSH luku sinni vinnu var haft samband við verkfræðistofuna Verkís um að kanna hagkvæmni þess að bjóða ferðaþjónustuna út. Verkís skilaði af sér skýrslu um málið þann 23. maí 2012. Þar lagði Verkís til að samdar yrðu sameiginlegar reglur um þjónustuna fyrir allt höfuðborgarsvæðið á grundvelli laga um málefni fatlaðra og leiðbeininga frá velferðarráðuneytinu. Ári seinna, eftir fund hagsmunasamtaka og Verkís, var lagt til að farið yrði í forval um aðila sem gætu tekið að sér aksturinn. Eftir þetta var verkefni Verkís lokið og byrjaði Strætó ásamt VSÓ ráðgjöf að semja útboðsgögn til að bjóða þjónustuna út. Þann 20. júní 2013 var rætt um stöðu útboðsmála á fundi velferðarráðs og í framhaldi var eftirfarandi minnisblað sent til Sjálfsbjargar og annarra hagsmunafélaga: „Í minnisblaði fjármálastjóra velferðarsviðs um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnin í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir formlegri umsögn hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir greiningu velferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.“Ekki ásættanlegt Í kjölfarið sendum við hjá Sjálfsbjörg inn umsögn þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á núverandi þjónustu og að notendur yrðu spurðir álits, enda eru það þeir sem hafa reynslu af slíkri þjónustu og vita hvar er hægt að bæta hana. Ekkert var gert með þá umsögn og þjónustukönnun var aldrei gerð. Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að samráð hafi verið haft við notendur og hagsmunafélög þegar ekkert er því til stuðnings. Enn þann dag í dag hefur Reykjavíkurborg ekki sýnt nokkurn áhuga á að vinna með hagsmunafélögunum, þó þess hafi verið óskað bæði af okkur og minnihluta borgarstjórnar. Þetta eru því ekki ásættanleg vinnubrögð sem hafa verið stunduð í þessu máli. Við skorum því á borgarstjórn og velferðarráð að stofna samráðshóp með fulltrúum allra hagsmunafélaga, kjörnum fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni ásamt starfsmönnum viðkomandi ráða, fulltrúa frá Strætó, Hópbílum, minni verktökum og bílstjórum til að reyna að koma þessari þjónustu í rétt horf og halda henni gangandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Svarbréf til Þórhildar Egilsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Árið 2006 fóru þrír einstaklingar sem notuðu Ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu frá Sjálfsbjargarhúsinu niður að Reykjavíkurtjörn. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessir þrír einstaklingar voru búsettir í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og það komu því þrír bílar hver frá sínu sveitarfélaginu að sækja þá. Eftir þetta skrautlega atvik bentum við í Sjálfsbjörg sveitarfélögunum á þetta og vorum ávallt tilbúin að vinna að úrlausn að bættri þjónustu. Aldrei fórum við fram á að þjónustan yrði boðin út! Í framhaldi af þessari ábendingu var stofnaður starfshópur á vegum SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) sem skilaði af sér skýrslu þann 19. ágúst 2011 þar sem lögð var til samvinna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim hópi sat hvorki fulltrúi frá Sjálfsbjörg né fulltrúi frá öðrum hagsmunafélögum. Annar vinnuhópur var skipaður af SSH sem hélt áfram þessari vinnu frá 1. mars 2012 og enn var ekkert samráð haft við Sjálfsbjörg né önnur hagsmunafélög. Eftir að starfs- og vinnuhópar SSH luku sinni vinnu var haft samband við verkfræðistofuna Verkís um að kanna hagkvæmni þess að bjóða ferðaþjónustuna út. Verkís skilaði af sér skýrslu um málið þann 23. maí 2012. Þar lagði Verkís til að samdar yrðu sameiginlegar reglur um þjónustuna fyrir allt höfuðborgarsvæðið á grundvelli laga um málefni fatlaðra og leiðbeininga frá velferðarráðuneytinu. Ári seinna, eftir fund hagsmunasamtaka og Verkís, var lagt til að farið yrði í forval um aðila sem gætu tekið að sér aksturinn. Eftir þetta var verkefni Verkís lokið og byrjaði Strætó ásamt VSÓ ráðgjöf að semja útboðsgögn til að bjóða þjónustuna út. Þann 20. júní 2013 var rætt um stöðu útboðsmála á fundi velferðarráðs og í framhaldi var eftirfarandi minnisblað sent til Sjálfsbjargar og annarra hagsmunafélaga: „Í minnisblaði fjármálastjóra velferðarsviðs um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnin í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir formlegri umsögn hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir greiningu velferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.“Ekki ásættanlegt Í kjölfarið sendum við hjá Sjálfsbjörg inn umsögn þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á núverandi þjónustu og að notendur yrðu spurðir álits, enda eru það þeir sem hafa reynslu af slíkri þjónustu og vita hvar er hægt að bæta hana. Ekkert var gert með þá umsögn og þjónustukönnun var aldrei gerð. Því skiljum við ekki hvernig hægt er að tönnlast á því að samráð hafi verið haft við notendur og hagsmunafélög þegar ekkert er því til stuðnings. Enn þann dag í dag hefur Reykjavíkurborg ekki sýnt nokkurn áhuga á að vinna með hagsmunafélögunum, þó þess hafi verið óskað bæði af okkur og minnihluta borgarstjórnar. Þetta eru því ekki ásættanleg vinnubrögð sem hafa verið stunduð í þessu máli. Við skorum því á borgarstjórn og velferðarráð að stofna samráðshóp með fulltrúum allra hagsmunafélaga, kjörnum fulltrúa frá öllum sveitarfélögunum sem koma að þessu verkefni ásamt starfsmönnum viðkomandi ráða, fulltrúa frá Strætó, Hópbílum, minni verktökum og bílstjórum til að reyna að koma þessari þjónustu í rétt horf og halda henni gangandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar