Enski boltinn

Markalaust hjá Bradford og Reading

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Bradford.
Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Bradford. vísir/afp
Bradford og Reading þurfa að mætast að nýju eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik átta-liða úrslita ensku bikarkeppninnar.

C-deildarlið Bradford vann m.a. úrvalsdeildarliðin Chelsea og Sunderland, á leið sinni í átta-liða úrslitin en þangað hafði liðið ekki komist síðan 1976.

Frábær stemmning var á Coral Windows vellinum í Bradford í dag og þrátt fyrir markaleysið fengu liðin ágætis færi. Boltinn fór t.a.m. tvisvar í marksúlur í Bradford-marksins og í einu sinni í stöng Reading-marksins.

Annars hafði slæmur völlurinn sín áhrif á leikinn en til marks um það heppnuðust aðeins 50% sendinga liðanna í leiknum.

Liðin mætast aftur mánudaginn 16. mars á Madejski Stadium í Reading.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×