Enski boltinn

Stuðningsmenn Villa ruddust inn á völlinn | Sjáðu innrásina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aston Villa tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn í fimm ár með sigri á nágrönnum sínum í West Brom.



Stuðningsmenn Villa réðu sér vart fyrir kæti og þegar Anthony Taylor, dómari leiksins, flautaði til leiksloka hljóp stór hópur þeirra inn á völlinn til að fagna hetjunum sínum. Leikurinn hafði áður verið stöðvaður vegna innrásar áhorfenda.

Nokkrir leikmenn forðuðu sér strax til búningsherbergja, líkt og Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Villa. Þeim sem voru eftir á vellinum var fagnað ákaft, engum þó meir en Fabian Delph, sem skoraði fyrra mark Villa í kvöld. Stuðningsmennirnir hópuðust að honum og í viðtali við BBC eftir leikinn sagðist Delph hafa verið bitinn. Líklegt verður að teljast að þetta athæfi stuðningsmannanna dragi dilk á eftir sér.

Allt það helsta úr leiknum og umrædda innrás stuðningsmannanna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×