Er góða veislu gjöra skal Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2015 09:30 Marta Rún Ársælsdóttir segist hafa verið hrifin af gyllta litnum í ár og hann hafi verið talsvert áberandi í eldhúsinu hjá henni. "Svo finnst mér gull alltaf svo hátíðlegt, það er svona smá gullþema hjá mér.“ Vísir/Ernir Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn. Jólafréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn.
Jólafréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira