Enski boltinn

United á erfiðan útileik og nær Liverpool að stöðva taphrinuna í deildinni?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Southampton og United á síðustu leiktíð.
Úr leik Southampton og United á síðustu leiktíð. vísir/getty
Sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lýkur í dag með þremur leikjum, en stórleikur dagsins er leikur Southampton og Manchester United á St. Mary's. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

Tottenham mætir spútnikliði Crystal Palace, en Palace hefur verið að gera afar vel undir stjórn Alan Pardew í byrjun móts. Þeir eru með níu stig í sjöunda sætinu og geta hoppað upp töfluna með sigri og hagstæðum úrslitum. Tottenham er einungis með einn sigur í fyrstu fimm leikjunum og sitja í fimmtánda sætinu með sex stig.

Manchster United hefur byrjað tímabilið ágætlega og er með tíu stig í fjórða sætinu, en með sigri á Southampton í dag getur liðið skotist upp í annað sæti deildarinnar. Southampton er í því fimmtánda með sex stig, en byrjunin hefur verið vonbrigði hjá þeim.

Liverpool hefur byrjað illa á tímabilinu. Liðið hefur unnið einungis tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum og tapað tveimur. Liðið er með sjö stig í fjórtánda sæti og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda þegar Norwich kemur í heimsókn. Norwich hefur byrjað ágætlega og eru nýliðarnir með jafn mörg stig og Liverpool, en Liverpool hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum í delidinni.

Allir leikirnir í dag verða að sjálfsögðu í beinni á Sportstöðvum Stöðvar 2, en Messan fer svo fram annað kvöld þar sem Hjörvar Hafliðason fær til sín góða gesti og umferðin verður krufin til mergjar.

Leikir dagsins:

12.30 Tottenham - Crystal Palace

15.00 Liverpool - Norwich

15.00 Southampton - Manchester United


Tengdar fréttir

Smalling: Van Gaal hefur hjálpað mér að bæta mig

Chris Smalling, miðvörður Manchester United, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, eigi stóran þátt í þeim framförum sem hann hefur sýnt á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×