Redknapp: Ég hef ekkert fylgst með enskum konum spila fótbolta fyrr en nú Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 08:00 Eins og fleiri á Englandi fylgist Jamie Redknapp nú grannt með enska liðinu. vísir/getty „Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“ Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
„Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“
Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira