Redknapp: Ég hef ekkert fylgst með enskum konum spila fótbolta fyrr en nú Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 08:00 Eins og fleiri á Englandi fylgist Jamie Redknapp nú grannt með enska liðinu. vísir/getty „Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“ Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Enskar konur að spila fótbolta. Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekkert fylgst með þeim. Fyrr en nú.“Svona byrjar pistill sem Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur Sky Sports, skrifar um enska kvennalandsliðið fyrir Daily Mail. Ensku stelpurnar hafa heillað þjóð sína upp úr skónum á HM í Kanada enda eru þær komnar, nokkuð óvænt, alla leið í undanúrslitin og búnar að vinna bæði Noreg og gestgjafa Kanada á leiðinni.Lélegir markverðir og aumir leikmenn „Mín sýn á kvennafótbolta var fullt af staðalímyndum; Lélegir markverðir, aumir leikmenn, mörk eftir mistök og lítill áhugi. Ég hef séð fótbolta spilaðan betur og þar voru karlmenn að verki. Afsakið, dömur,“ segir Redknapp. „Það er svo erfitt að selja íþróttina, en stelpurnar hafa nýtt sér einfaldasta markaðstólið: Vinna leiki á HM. Farðu á HM með þitt besta lið og það er aldrei að vita, kannski fer fleira fólk að fylgjast með.“ Redknapp segist ekki vera karlremba. Hann segist elska að horfa á afreksíþróttamenn hvort sem um ræðir konur eða karla, en viðurkennir að hann hefði ekki getað nefnt margar landsliðskonur á nafn fyrir keppnina. „Þetta mót er að breyta því. Fólk á götunni spyr mig: Sástu kvennaleikinn í gærkvöldi?“ segir hann.Konurnar standa sig betur en karlarnir „Þær hafa stóraukið áhugann á liðinu og við viljum vita hvort þær geti haldið þessu áfram. Kvennaliðið er allavega að standa sig betur en A-lið karlanna og U21 árs liðið sem var ömurlegt á EM.“ Redknapp er virtur og vinsæll knattspyrnusérfræðingur og því færir hann sig meira út í leikfræðina í pistlinum þar sem hann hrósar enska kvennaliðinu fyrir föst leikatriði og hversu sterkar þær voru í sigrinum á heimakonum frá Kanada. Undir lokin segir hann svo: „Það gæti breytt öllu fyrir enskan kvennafótbolta ef England kemst lengra. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort áhorfendatölur aukist eftir HM, en eins og staðan er núna er þetta sigurlið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna HM.“
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira