Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 07:42 Agatha Rún Karlsdóttir mætti fyrir utan staðinn klukkan 19 í gærkvöldi. Vísir/Atli „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli
Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13