AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Reggíið frá AmabAdamA getur breytt óveðri í sólskin. mynd/aðsend Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira