Miklar truflanir á innanlandsflugi vegna ótíðar Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2015 12:15 Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands 20 % fleiri flugferðum hafa verið aflýst í fyrra en árið á undan vegna veðurs. Árið í ár byrjar illa. Árið í fyrra var töluvert mikið verra veðurfarslega séð fyrir innanlandsflugið en árið þar á undan. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir janúarmánuð hafa verið svipaðan hvað þetta varðar og janúar í fyrra en febrúar byrji illa. Veðrið hafði áhrif á ferðaáætlanir margra sem hugðust fljúga milli landshluta í fyrra og segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands að árið í fyrra hafa verið erfiðara veðurfarslega en fyrri ár. „Já, það er óhætt að segja það. Veðrið lék okkur svolítið grátt í fyrra. Þetta voru um 20 prósent fleiri niðurfellingar á flugi sem við vorum með á síðasta ári í samanburði við árið á undan,“ segir Árni. Og árið í ár byrji ekki vel. „Nei. Janúarmánuður var reyndar svolítið svipaður og hann var í fyrra. En febrúar hefur verið mun erfiðari við okkur en hann var á sama tíma í fyrra það sem af er honum,“ segir Árni. Til að mynda hefur allt innanlandsflug félagsins legið niðri í morgun vegna veðurs. Árni segir niðurfellingu og tafir á flugi auðvitað hafa áhrif á ferðaáætlanir fólks, en að jafnaði fljúga tæplega eitt þúsund manns á dag með Flugfélagi Íslands innanlands. Sumir hætti við vegna breytinga á fluginu og fari kannski landleiðina í staðinn ef hún sé þá fær. En flugfélagið þarf einnig að borga starfsfólki laun þótt ekki sé flogið. „Þannig að við höfum metið það þannig svona gróft séð, ef við höfum dag sem ekkert er flogið hjá okkur, sem fer líka eftir stöðu bókanna; geti hver dagur þýtt um tíu milljóna tekjutap,“ segir Árni. Veður í kring um einstaka flugvelli sem og veður í háloftunum eða á landinu öllu geti sett strik í reikninginn.Dagurinn í dag, hvernig lítur hann út? „Hann byrjar ekki vel en við höfum samt einhverjar vonir um að við getum flogið seinnipartinn,“ sagði Árni Gunnarsson upp úr klukkan tíu í morgun og bendir farþegum á að fylgjast vel með á heimasíðu Flugfélagsins. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Árið í fyrra var töluvert mikið verra veðurfarslega séð fyrir innanlandsflugið en árið þar á undan. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir janúarmánuð hafa verið svipaðan hvað þetta varðar og janúar í fyrra en febrúar byrji illa. Veðrið hafði áhrif á ferðaáætlanir margra sem hugðust fljúga milli landshluta í fyrra og segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands að árið í fyrra hafa verið erfiðara veðurfarslega en fyrri ár. „Já, það er óhætt að segja það. Veðrið lék okkur svolítið grátt í fyrra. Þetta voru um 20 prósent fleiri niðurfellingar á flugi sem við vorum með á síðasta ári í samanburði við árið á undan,“ segir Árni. Og árið í ár byrji ekki vel. „Nei. Janúarmánuður var reyndar svolítið svipaður og hann var í fyrra. En febrúar hefur verið mun erfiðari við okkur en hann var á sama tíma í fyrra það sem af er honum,“ segir Árni. Til að mynda hefur allt innanlandsflug félagsins legið niðri í morgun vegna veðurs. Árni segir niðurfellingu og tafir á flugi auðvitað hafa áhrif á ferðaáætlanir fólks, en að jafnaði fljúga tæplega eitt þúsund manns á dag með Flugfélagi Íslands innanlands. Sumir hætti við vegna breytinga á fluginu og fari kannski landleiðina í staðinn ef hún sé þá fær. En flugfélagið þarf einnig að borga starfsfólki laun þótt ekki sé flogið. „Þannig að við höfum metið það þannig svona gróft séð, ef við höfum dag sem ekkert er flogið hjá okkur, sem fer líka eftir stöðu bókanna; geti hver dagur þýtt um tíu milljóna tekjutap,“ segir Árni. Veður í kring um einstaka flugvelli sem og veður í háloftunum eða á landinu öllu geti sett strik í reikninginn.Dagurinn í dag, hvernig lítur hann út? „Hann byrjar ekki vel en við höfum samt einhverjar vonir um að við getum flogið seinnipartinn,“ sagði Árni Gunnarsson upp úr klukkan tíu í morgun og bendir farþegum á að fylgjast vel með á heimasíðu Flugfélagsins.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira