Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:58 Justin Bieber við Seljalandsfoss. vísir „Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
„Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28