Djúp lægð á leið yfir landið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 08:09 Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Vísir/Vilhelm Veðurstofan varar við stormi víða á landinu í dag. Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Á vef Veðurstofunnar segir að aðal vindstrengur þessarar lægðar sé austan við lægðarmiðjuna og að nýjustu spár geri ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt. Mikilvægt sé að fylgjast með veðurspám því braut lægðarinnar þurfi að ekki að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt og nótt má einnig búast við úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15 til 25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi.Færð og aðstæður Nokkuð hefur snjóað um sunnanvert landið og er þar snjóþekja eða hálka á vegum, samkvæmt Vegagerðinni. Til að mynda er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins er hálka á Reykjanesbraut og snjóþekja á Suðurnesjum. Hálkublettir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að hreinsa vegi á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem víða er snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Þæfingsfærð er á Svínadal og eins á Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Vegir á Norðurlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka. Þó er varað við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og Hólasandur er ófær. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem vatn flæðir yfir veg eða hefur grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð. Það eru hálkublettir og snjóþekja á Suðausturlandi. Þá er Fjarðarheiði ófær vegna vatnaskemmda og sömuleiðis Vattarnesvegur í Reyðarfirði. Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi víða á landinu í dag. Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Á vef Veðurstofunnar segir að aðal vindstrengur þessarar lægðar sé austan við lægðarmiðjuna og að nýjustu spár geri ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt. Mikilvægt sé að fylgjast með veðurspám því braut lægðarinnar þurfi að ekki að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt og nótt má einnig búast við úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15 til 25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi.Færð og aðstæður Nokkuð hefur snjóað um sunnanvert landið og er þar snjóþekja eða hálka á vegum, samkvæmt Vegagerðinni. Til að mynda er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins er hálka á Reykjanesbraut og snjóþekja á Suðurnesjum. Hálkublettir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að hreinsa vegi á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem víða er snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Þæfingsfærð er á Svínadal og eins á Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Vegir á Norðurlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka. Þó er varað við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og Hólasandur er ófær. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem vatn flæðir yfir veg eða hefur grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð. Það eru hálkublettir og snjóþekja á Suðausturlandi. Þá er Fjarðarheiði ófær vegna vatnaskemmda og sömuleiðis Vattarnesvegur í Reyðarfirði.
Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira