Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu í París Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 08:10 Madonna ásamt syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman á Lýðveldistorginu í París í gærkvöldi. Vísir/Youtube Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður! Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður!
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira