Snýr aftur í Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Pálmi Gunnarsson hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Söngvakeppninni en flytur nú lagið Ég leiði þig heim eftir Þóri Úlfarsson. Fréttablaðið/GVA Nú liggur fyrir hvaða lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni 2016 en alls bárust 260 lög í keppnina. Sérstök valnefnd hefur nú valið tólf lög sem munu keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í maí 2016. Að öðrum ólöstuðum vekur þátttaka tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar eflaust mesta athygli en hann opnaði einmitt Eurovision-reikning Íslendinga árið 1986, þegar hann og ICY-hópurinn héldu utan með lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankann. Söngvakeppnin verður nú með einstaklega glæsilegu sniði af því tilefni að nú eru einmitt þrjátíu ár síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovisonkeppninni árið 1986, þegar Pálmi og félagar fluttu Gleðibankann. „Undankvöldin verða að mestu leyti svipuð og í fyrra en þau voru orðin mun stærri í fyrra heldur en undanfarin ár, það var frábær stemning í fyrra, sem skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda. Við ætlum þó að taka þetta skrefinu lengra og gera þetta enn veglegra á úrslitakvöldinu sem fer fram í Laugardalshöllinni 20. febrúar. Þar fögnum við afmælinu með með pompi og prakt, þar koma fram fyrrum keppendur og einnig erlendir keppendur sem ég get því miður ekki greint frá að svo stöddu, við hlökkum allavega mikið til,“ segir Hera Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.Karl Olgeirsson á tvö lög í keppninni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur annað þeirra. Fréttablaðið/StefánEins og fyrr segir bárust 260 lög í keppnina en var ekki erfitt að velja lögin? „Við eigum svo mikið af sterkum lagahöfundum og það er alltaf kúnst að velja á milli og velja réttu lögin. Þetta var frekar erfitt val, skilst mér af valnefndinni.” Þá vekur það einnig athygli að Greta Salome Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson hafa greinilega hitt í mark hjá valnefndinni því þau eiga sín tvö lögin hvort sem munu keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, sem er ekki algengt. Þess má geta að höfundar mega einungis senda inn tvö lög hverju sinni. Af þeim flytjendum sem munu etja kappi í Söngvakeppninni hafa þrír keppendur farið fyrir Íslands hönd. Auk Pálma hefur Greta Salome farið fyrir Íslands hönd árið 2012 með lagið Never Forget og þá hefur Erna Hrönn Ólafsdóttir einnig farið út sem bakrödd. Fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói laugardaginn 6. febrúar nk., seinni undankeppnin verður þar viku síðar. Greta Salóme Stefánsdóttir á tvö lög í keppninni. Fréttablaðið/ValliLögin sem verða í Söngvakeppninni 2016 Kreisí Lag Karl Olgeirsson. Texti Karl Olgeirsson og Sigríður E. Friðriksdóttir. Flytjandi Sigríður E. Friðriksdóttir. Kannski á morgun Lag og texti Karl Olgeirsson. Flytjandi Helgi Valur Ásgeirsson. Ótöluð orð Lag og texti Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Flytjendur Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Hugur minn er Lag og texti Þórunn E.Clausen. Flutningur Erna H. Ólafsdóttir og Hjörtur Traustason. Spring yfir heiminn Lag Júlí Heiðar Halldórsson. Texti Júlí H. Halldórsson og Guðmundur S. Sigurðarson. Flytjendur Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Augnablik Lag Alma Guðmundsdóttir og James Wong. Texti Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda D. Arnardóttir. Flytjandi Alda Dís Arnardóttir. Óstöðvandi Lag Kristinn S. Sturluson, Ylfa Persson og Linda Persson. Texti Alma R. Kristjánsdóttir, Ylfa Persson og Linda Persson. Flytjandi Karlotta Sigurðardóttir. Fátækur námsmaður Lag og texti Ingólfur Þórarinsson. Flytjandi Ingólfur Þórarinsson. Á ný Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Elísabet Ormslev. Raddirnar Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Greta Salome Stefánsdóttir. Ég sé þig Lag og texti Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Flytjendur: Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Ég leiði þig heim Lag og texti Þórir Úlfarsson. Flytjandi Pálmi Gunnarsson.Ætli Pálmi Gunnarsson rífi fram Gleðibanka-jakkann í Söngvakeppninni 2016? Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Nú liggur fyrir hvaða lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni 2016 en alls bárust 260 lög í keppnina. Sérstök valnefnd hefur nú valið tólf lög sem munu keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í maí 2016. Að öðrum ólöstuðum vekur þátttaka tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar eflaust mesta athygli en hann opnaði einmitt Eurovision-reikning Íslendinga árið 1986, þegar hann og ICY-hópurinn héldu utan með lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankann. Söngvakeppnin verður nú með einstaklega glæsilegu sniði af því tilefni að nú eru einmitt þrjátíu ár síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovisonkeppninni árið 1986, þegar Pálmi og félagar fluttu Gleðibankann. „Undankvöldin verða að mestu leyti svipuð og í fyrra en þau voru orðin mun stærri í fyrra heldur en undanfarin ár, það var frábær stemning í fyrra, sem skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda. Við ætlum þó að taka þetta skrefinu lengra og gera þetta enn veglegra á úrslitakvöldinu sem fer fram í Laugardalshöllinni 20. febrúar. Þar fögnum við afmælinu með með pompi og prakt, þar koma fram fyrrum keppendur og einnig erlendir keppendur sem ég get því miður ekki greint frá að svo stöddu, við hlökkum allavega mikið til,“ segir Hera Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.Karl Olgeirsson á tvö lög í keppninni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur annað þeirra. Fréttablaðið/StefánEins og fyrr segir bárust 260 lög í keppnina en var ekki erfitt að velja lögin? „Við eigum svo mikið af sterkum lagahöfundum og það er alltaf kúnst að velja á milli og velja réttu lögin. Þetta var frekar erfitt val, skilst mér af valnefndinni.” Þá vekur það einnig athygli að Greta Salome Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson hafa greinilega hitt í mark hjá valnefndinni því þau eiga sín tvö lögin hvort sem munu keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, sem er ekki algengt. Þess má geta að höfundar mega einungis senda inn tvö lög hverju sinni. Af þeim flytjendum sem munu etja kappi í Söngvakeppninni hafa þrír keppendur farið fyrir Íslands hönd. Auk Pálma hefur Greta Salome farið fyrir Íslands hönd árið 2012 með lagið Never Forget og þá hefur Erna Hrönn Ólafsdóttir einnig farið út sem bakrödd. Fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói laugardaginn 6. febrúar nk., seinni undankeppnin verður þar viku síðar. Greta Salóme Stefánsdóttir á tvö lög í keppninni. Fréttablaðið/ValliLögin sem verða í Söngvakeppninni 2016 Kreisí Lag Karl Olgeirsson. Texti Karl Olgeirsson og Sigríður E. Friðriksdóttir. Flytjandi Sigríður E. Friðriksdóttir. Kannski á morgun Lag og texti Karl Olgeirsson. Flytjandi Helgi Valur Ásgeirsson. Ótöluð orð Lag og texti Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Flytjendur Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Hugur minn er Lag og texti Þórunn E.Clausen. Flutningur Erna H. Ólafsdóttir og Hjörtur Traustason. Spring yfir heiminn Lag Júlí Heiðar Halldórsson. Texti Júlí H. Halldórsson og Guðmundur S. Sigurðarson. Flytjendur Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Augnablik Lag Alma Guðmundsdóttir og James Wong. Texti Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda D. Arnardóttir. Flytjandi Alda Dís Arnardóttir. Óstöðvandi Lag Kristinn S. Sturluson, Ylfa Persson og Linda Persson. Texti Alma R. Kristjánsdóttir, Ylfa Persson og Linda Persson. Flytjandi Karlotta Sigurðardóttir. Fátækur námsmaður Lag og texti Ingólfur Þórarinsson. Flytjandi Ingólfur Þórarinsson. Á ný Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Elísabet Ormslev. Raddirnar Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Greta Salome Stefánsdóttir. Ég sé þig Lag og texti Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Flytjendur: Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Ég leiði þig heim Lag og texti Þórir Úlfarsson. Flytjandi Pálmi Gunnarsson.Ætli Pálmi Gunnarsson rífi fram Gleðibanka-jakkann í Söngvakeppninni 2016?
Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira