Hin litríku líparítfjöll í Kærleikskúlunni Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 12:30 Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona með Kærleikskúlu SLF þessi jólin. Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira