Loftklukkan frá afanum sem týndist í Ameríku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:45 "Það er margt bráðskemmtilegt að finna í gömlum sendibréfum,“ segir Páll. Vísir/Ernir Nýja bókin hans Páls Benediktssonar, fyrrverandi fréttamanns, er Reykjavíkursaga. Hún nefnist Loftklukkan. Af hverju skyldi það nafn dregið? „Loftklukkan er sérstök klukka sem tengist afa mínum Árna Benediktssyni. Margir þekkja reyndar sögu hans og ömmu, Kristrúnar Tómasdóttur, því Ólafur Jóhann Ólafsson byggir bókina Höll minninganna á henni en tekur sér mikið skáldaleyfi og fer talsvert langt frá raunveruleikanum,“ byrjar Páll og svo kemur sagan af loftklukkunni. Kristrún amma, sem ég kalla ömmu Dúnu, var af ríku kaupmannsfólki á Eyrarbakka. Hún þótti hefðardama, hafði lært píanóleik og myndlist í Kaupmannahöfn og þótti með betri kvenkostum í Reykjavík upp úr 1900. Árni afi var fátækur sveitastrákur vestan úr Arnarfirði en þau kynntust, giftust og eignuðust fimm börn. Til að gera langa sögu stutta kynnist afi sænskri konu og fer til Svíþjóðar en skrifar samt fjölskyldu sinni í eitt ár, svo hverfur hann. Allt í einu er amma ein með fimm börn og þarf að tvístra þeim út og suður. Pabbi er sendur í Selárdalinn og er þar í fimm ár án þess að sjá mömmu sína. Hún fer til Ameríku með þrjú af börnunum en kemur heim að ári liðnu, skilur tvær dætur eftir úti, önnur þeirra hverfur í nokkur ár og kemur aldrei aftur til landsins, hin kemur nokkrum árum seinna.Ein myndanna í bókinni er jólamynd af systkinunum Páli, Ingibjörgu Kristínu og Árna.Fannst eftir átján ár Árni afi minn finnst loks í Ameríku eftir átján ár, hafði þá lengst af verið bryti hjá William Randolph Hearst, fjölmiðlakóngi og einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Eftir það komast börnin hans í samband við hann. Nokkrum árum seinna sendir hann þeim sína klukkuna hverju. Flotta svissneska borðklukku sem er þeirri náttúru gædd að í hólfi aftan á henni er einhver lofttegund sem dregst sundur og saman eftir hitastigi og þrýstingsmunurinn knýr klukkuna áfram. Þessi gjöf afa táknar tif tímans og markar vissar sættir. En ég er líka að fabúlera með tímann í bókinni, hann streymir áfram eins og loft í kringum okkur. Ég veit að þetta er dálítið löng útskýring á einu orði!“Foreldrar Páls, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason í Kaupmannahöfn 1938.Sendibréfin gullnáma Fleiri ættmenni Páls eiga merka sögu sem hann lýsir í bókinni. Þeirra á meðal eru foreldrar hans, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason, og móðurafinn sem höfundurinn heitir eftir. „Pabbi og mamma urðu innlyksa í Kaupmannahöfn í stríðinu. Afi minn, Páll Árnason pólití, var lögga númer tvö í Reykjavík. Hann skildi eftir sig greinargóðar dagbækur um það sem hann fékkst við á hverjum tíma, morð, ofbeldi og rán, en líka smærri mál eins og að sekta menn fyrir að keyra yfir Tjarnarbrúna,“ segir Páll sem einnig byggir bók sína á sendibréfum. „Amma Dúna var í bréfaskiptum við fjölda fólks og af því að hún bjó á heimili okkar undir það síðasta varð bréfasafn hennar eftir þar. Það er margt bráðskemmtilegt að finna í sendibréfum frá tímabilinu 1900 til 1960.“ Í Loftklukkunni kveðst Páll líka rifja upp atvik og minni úr eigin æsku í Norðurmýrinni, Surtseyjargosið, kynni af skáldum og tónlistarmönnum, kalda stríðið og atómbombuna sem börnin hafi óttast ekki síður en fullorðna fólkið. Þess má geta að fjöldi glöggra og góðra ljósmynda eru í bókinni Loftklukkan, bæði úr fjölskyldualbúmum og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nýja bókin hans Páls Benediktssonar, fyrrverandi fréttamanns, er Reykjavíkursaga. Hún nefnist Loftklukkan. Af hverju skyldi það nafn dregið? „Loftklukkan er sérstök klukka sem tengist afa mínum Árna Benediktssyni. Margir þekkja reyndar sögu hans og ömmu, Kristrúnar Tómasdóttur, því Ólafur Jóhann Ólafsson byggir bókina Höll minninganna á henni en tekur sér mikið skáldaleyfi og fer talsvert langt frá raunveruleikanum,“ byrjar Páll og svo kemur sagan af loftklukkunni. Kristrún amma, sem ég kalla ömmu Dúnu, var af ríku kaupmannsfólki á Eyrarbakka. Hún þótti hefðardama, hafði lært píanóleik og myndlist í Kaupmannahöfn og þótti með betri kvenkostum í Reykjavík upp úr 1900. Árni afi var fátækur sveitastrákur vestan úr Arnarfirði en þau kynntust, giftust og eignuðust fimm börn. Til að gera langa sögu stutta kynnist afi sænskri konu og fer til Svíþjóðar en skrifar samt fjölskyldu sinni í eitt ár, svo hverfur hann. Allt í einu er amma ein með fimm börn og þarf að tvístra þeim út og suður. Pabbi er sendur í Selárdalinn og er þar í fimm ár án þess að sjá mömmu sína. Hún fer til Ameríku með þrjú af börnunum en kemur heim að ári liðnu, skilur tvær dætur eftir úti, önnur þeirra hverfur í nokkur ár og kemur aldrei aftur til landsins, hin kemur nokkrum árum seinna.Ein myndanna í bókinni er jólamynd af systkinunum Páli, Ingibjörgu Kristínu og Árna.Fannst eftir átján ár Árni afi minn finnst loks í Ameríku eftir átján ár, hafði þá lengst af verið bryti hjá William Randolph Hearst, fjölmiðlakóngi og einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Eftir það komast börnin hans í samband við hann. Nokkrum árum seinna sendir hann þeim sína klukkuna hverju. Flotta svissneska borðklukku sem er þeirri náttúru gædd að í hólfi aftan á henni er einhver lofttegund sem dregst sundur og saman eftir hitastigi og þrýstingsmunurinn knýr klukkuna áfram. Þessi gjöf afa táknar tif tímans og markar vissar sættir. En ég er líka að fabúlera með tímann í bókinni, hann streymir áfram eins og loft í kringum okkur. Ég veit að þetta er dálítið löng útskýring á einu orði!“Foreldrar Páls, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason í Kaupmannahöfn 1938.Sendibréfin gullnáma Fleiri ættmenni Páls eiga merka sögu sem hann lýsir í bókinni. Þeirra á meðal eru foreldrar hans, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason, og móðurafinn sem höfundurinn heitir eftir. „Pabbi og mamma urðu innlyksa í Kaupmannahöfn í stríðinu. Afi minn, Páll Árnason pólití, var lögga númer tvö í Reykjavík. Hann skildi eftir sig greinargóðar dagbækur um það sem hann fékkst við á hverjum tíma, morð, ofbeldi og rán, en líka smærri mál eins og að sekta menn fyrir að keyra yfir Tjarnarbrúna,“ segir Páll sem einnig byggir bók sína á sendibréfum. „Amma Dúna var í bréfaskiptum við fjölda fólks og af því að hún bjó á heimili okkar undir það síðasta varð bréfasafn hennar eftir þar. Það er margt bráðskemmtilegt að finna í sendibréfum frá tímabilinu 1900 til 1960.“ Í Loftklukkunni kveðst Páll líka rifja upp atvik og minni úr eigin æsku í Norðurmýrinni, Surtseyjargosið, kynni af skáldum og tónlistarmönnum, kalda stríðið og atómbombuna sem börnin hafi óttast ekki síður en fullorðna fólkið. Þess má geta að fjöldi glöggra og góðra ljósmynda eru í bókinni Loftklukkan, bæði úr fjölskyldualbúmum og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira