Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 11:48 Magnús Guðmundsson á leið í gæsluvarðhald í maí 2010 Vísir/Anton Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira