Margir stuðningsmenn New England Patriots óttuðust að tímabilið væri búið hjá Rob Gronkowski er hann meiddist í leiknum gegn Denver um helgina.
Hann meiddist á hné en nú hefur komið í ljós að það er ekkert slitið í hnénu. Aðeins mar og því kann að fara svo að hann hvíli aðeins einn til tvo leiki.
Þetta eru frábær tíðindi fyrir meistarana sem eru líka án útherjana Julian Edelman og Danny Amendola.
Allir þessir leikmenn verða komnir aftur þegar úrslitakeppnin hefst og því ætti Patriots að geta mætt með byssurnar fullhlaðnar þegar alvaran byrjar þar.
Gronkowski slapp vel

Tengdar fréttir

Broncos stöðvaði sigurgöngu Tom Brady og félaga
Carolina Panthers er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni eftir að New England Patriots tapaði gegn Denver Broncos í framlengdum leik í nótt. Tíu leikja sigurgöngu meistaranna er þar með lokið.

Broncos svaraði Brady á Facebook
"Við höfum sjaldan verið jafn reiðir eftir leik,“ sagði Tom Brady eftir tap Patriots í gær.

Tvær stórstjörnur meiddust í gær
Tveir bestu innherjar NFL-deildarinnar urðu fyrir meiðslum í gær.