Óánægð með jóladagatalið: „Þetta eru örugglega einhver mistök“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 22:06 Birgir, Margrét og Jóhannes Haukur eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun RÚV. Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira