Ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:15 "Auðvitað er svo algerlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann til verðlauna,“ segir Þórdís. Vísir/GVA Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“ Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira