„Hröðustu bætur sem um getur í áratugi“ til elli- og örorkulífeyrisþega Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 13:26 Elli og örorkulífeyrisþegar eru að fá hröðustu kjarabót sem um getur í áratugi að mati forsætisráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir að þessir hópar fái ekki launahækkun aftur í tímann eins og aðrir hópar í samfélaginu. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að greiðslur til eldri borgara og öryrkja hækki um tæplega tíu prósent. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á að í dag er alþjóðadagur fatlaðra og spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í þessi mál í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Það má segja að forsætisráðherra sé formaður kjararáðs aldraðra og öryrkja. Því það er ríkisstjórn og Alþingi sem ákveða kjör þessara hópa. Nú hafa alþingismenn og ráðherrar eins og og fjölmargir aðrir hópar í landinu fengið úrskurðaðar kjarabætur afturvirkt frá vorinu síðasta,“ sagði Helgi og spurði forsætisráðherra hvers vegna eldri borgarar og öryrkjar fengju ekki líka hækkanir frá síðasta vori. Sigmundur Davíð tók undir með þingmanninum um að nausynlegt væri að tryggja þessum hópum sams konar kjarabætur og blessunarlega hefði tekist að tryggja öðrum hópum samfélagsins, þar sem kaupmáttur hefði aukist hraðar en nokkru sinni áður í sögu lýðveldisins. „Og það er unnið að því núna meðal annars með fjárlagafrumvarpinu sem enn er til vinnslu hér í þinginu að innleiða hröðustu kjarabót sem þessir hópar hafa séð um að minnsta kosti áratugaskeið á einu ári, gangi spár um verðbólgu eftir,“ sagði forsætisráðherra. „Ég er að spyrja forsætisráðherra um yfirstandandi ár. Árið 2015. Eiga þessir fjölmennu hópar – og spurningin er ekki flókin hæstvirtur forsætisráðherra – að fá kauphækkanir á sama tíma og við, þú og ég,“ spurði Helgi. „Virðulegur forseti, það er rétt sem háttvirtur þingmaður segir; þetta er ekki flókið. En hann gerir þó sitt besta til að flækja það. Það liggur fyrir að hækkanir, hvort sem er launa eða lífeyrisréttinda taka mið af því frá hvaða tíma hækkanirnar gilda. Það er að segja prósentuhækkunin tekur mið af því frá hvaða tíma hækkanirnar gilda. Séu hækkanir aftur í tímann leiðir það til þess að prósentuhækkunin verður lægri en ella. Komi hækkanirnar til í framtíðinni verður prósentuhækkunin hærri en ella,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Elli og örorkulífeyrisþegar eru að fá hröðustu kjarabót sem um getur í áratugi að mati forsætisráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir að þessir hópar fái ekki launahækkun aftur í tímann eins og aðrir hópar í samfélaginu. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að greiðslur til eldri borgara og öryrkja hækki um tæplega tíu prósent. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á að í dag er alþjóðadagur fatlaðra og spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í þessi mál í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Það má segja að forsætisráðherra sé formaður kjararáðs aldraðra og öryrkja. Því það er ríkisstjórn og Alþingi sem ákveða kjör þessara hópa. Nú hafa alþingismenn og ráðherrar eins og og fjölmargir aðrir hópar í landinu fengið úrskurðaðar kjarabætur afturvirkt frá vorinu síðasta,“ sagði Helgi og spurði forsætisráðherra hvers vegna eldri borgarar og öryrkjar fengju ekki líka hækkanir frá síðasta vori. Sigmundur Davíð tók undir með þingmanninum um að nausynlegt væri að tryggja þessum hópum sams konar kjarabætur og blessunarlega hefði tekist að tryggja öðrum hópum samfélagsins, þar sem kaupmáttur hefði aukist hraðar en nokkru sinni áður í sögu lýðveldisins. „Og það er unnið að því núna meðal annars með fjárlagafrumvarpinu sem enn er til vinnslu hér í þinginu að innleiða hröðustu kjarabót sem þessir hópar hafa séð um að minnsta kosti áratugaskeið á einu ári, gangi spár um verðbólgu eftir,“ sagði forsætisráðherra. „Ég er að spyrja forsætisráðherra um yfirstandandi ár. Árið 2015. Eiga þessir fjölmennu hópar – og spurningin er ekki flókin hæstvirtur forsætisráðherra – að fá kauphækkanir á sama tíma og við, þú og ég,“ spurði Helgi. „Virðulegur forseti, það er rétt sem háttvirtur þingmaður segir; þetta er ekki flókið. En hann gerir þó sitt besta til að flækja það. Það liggur fyrir að hækkanir, hvort sem er launa eða lífeyrisréttinda taka mið af því frá hvaða tíma hækkanirnar gilda. Það er að segja prósentuhækkunin tekur mið af því frá hvaða tíma hækkanirnar gilda. Séu hækkanir aftur í tímann leiðir það til þess að prósentuhækkunin verður lægri en ella. Komi hækkanirnar til í framtíðinni verður prósentuhækkunin hærri en ella,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent