Björgunarsveitir enn að í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 11:19 Enn hefur veður ekki lægt í Skagafirði og eru björgunarsveitarmenn að störfum við að festa þakplötur. Vísir/Ernir Ennþá hefur veður ekki lægt í Skagafirði en björgunarsveitarmenn eru enn að störfum þar við að festa þakplötur á sveitabæ í Blönduhlíð. Þegar fréttastofa náði tali af Vernharði Guðnasyni, slökkviliðsstjóra og formanni almannavarnarnefndar Skagafjarðar, var hann nýbúinn að senda björgunarsveitarmenn frá Varmahlíð til sveitabæjar í nágrenni þar sem þakplötur fóru að fjúka. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga fljótt niður á Norðurlandi vestra eftir hádegi. „Það er það sem við erum að bíða eftir,“ segir Vernharð. „Það er ennþá snælduvitlaust veður í Blönduhlíðinni.“ Um 30-35 björgunarsveitarmenn voru að störfum í nótt en að sögn Vernharðs gekk björgunarstarf að mestu vel. „Það varð tjón hér og þar, þakplötur á ferðinni, gluggar og hurðir sem fuku upp. Að mínu mati gekk þetta bara mjög vel og það skilaði miklu hvað fólk fékk góðar aðvaranir í tíma. Það var farið snemma af stað með þær og almennt séð var fólk að hlýta þeim tilmælum um að vera ekkert á ferðinni.“Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi. Byggðalínan á milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón en það er á um sjö til tíu kílómetra kafla. Þá er Öxnadalsheiði lokuð en að sögn Vernharðs verður hún ekki mokuð fyrr en seinna í dag. Veður Tengdar fréttir Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Sjá meira
Ennþá hefur veður ekki lægt í Skagafirði en björgunarsveitarmenn eru enn að störfum þar við að festa þakplötur á sveitabæ í Blönduhlíð. Þegar fréttastofa náði tali af Vernharði Guðnasyni, slökkviliðsstjóra og formanni almannavarnarnefndar Skagafjarðar, var hann nýbúinn að senda björgunarsveitarmenn frá Varmahlíð til sveitabæjar í nágrenni þar sem þakplötur fóru að fjúka. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga fljótt niður á Norðurlandi vestra eftir hádegi. „Það er það sem við erum að bíða eftir,“ segir Vernharð. „Það er ennþá snælduvitlaust veður í Blönduhlíðinni.“ Um 30-35 björgunarsveitarmenn voru að störfum í nótt en að sögn Vernharðs gekk björgunarstarf að mestu vel. „Það varð tjón hér og þar, þakplötur á ferðinni, gluggar og hurðir sem fuku upp. Að mínu mati gekk þetta bara mjög vel og það skilaði miklu hvað fólk fékk góðar aðvaranir í tíma. Það var farið snemma af stað með þær og almennt séð var fólk að hlýta þeim tilmælum um að vera ekkert á ferðinni.“Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi. Byggðalínan á milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón en það er á um sjö til tíu kílómetra kafla. Þá er Öxnadalsheiði lokuð en að sögn Vernharðs verður hún ekki mokuð fyrr en seinna í dag.
Veður Tengdar fréttir Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Sjá meira
Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51
Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31